skjáskot af myndbandi um garðfugla

Myndband um garðfugla og fóðrun

Undir Verkefnin>Garðfuglar höfum við sett inn myndband um garðfugla og fóðrun þeirra.

Örn Óskarsson, http://ornosk.com/ hélt fræðsluerindi um garðfugla og fóðurgjafir fimmtudagskvöldið 25. janúar 2018. Í erindinu fjallar hann um helstu tegundir garðfugla á Íslandi, fóðurgjafir, vatn, hreinlæti og allt það helsta sem skiptir máli.

Þá viljum við minna á að í vefversluninni okkar finnur þú fuglafóður og fuglahús til styrktar félaginu.

 

Gardfuglar 2017 Kápumynd Snjótittlingur ©Daníel Bergmann

Nýr garðfuglabæklingur og garðfuglahelgin

Bæklingurinn Garðfuglar er nú fáanlegur í vefverslun okkar í nýrri og endurbættri útgáfu. Bæklingurinn eru 24 bls. af fróðleik um fuglategundir sem vænta má í görðum, um fuglafæðu og hvaða gróðurtegundir gera garðinn aðlaðandi fyrir fuglalíf. Bæklinginn prýða bæði teiknaðar skýringarmyndir , m.a. eftir  Jón Baldur Hlíðberg, og ljósmyndir eftir nokkra félagsmenn, þá Daníel Bergmann, Hrafn Óskarsson, Jóhann Óla Hilmarsson, Sindra Skúlason og Örn Óskarsson.

Garðfuglahelgin 2018

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar er nú um helgina, frá 26. -29. janúar.  Á þessum tíma í janúar er fjöldi fugla í görðum í hámarki og farfuglarnir ekki komnir til landsins. Athuganir garðfuglahelgarinnar gefa því vísbendingar um tegundir og fjölda fugla um hávetur á Íslandi.

Fyrirmynd garðfuglahelgarinnar er komin frá RSPB en í Bretlandi hefur garðfuglahelgin verið haldin frá árinu 1979 en hefur verið haldin hér á landi frá árinu 2004.

Veldu þér klukkutíma einhvern daganna um þessa helgi og fylgstu með fuglunum í garðinum þínum. Aðeins á að skrá fjölda fugla af ákveðinni tegund sem sjást saman í garðinum, ekki á að telja þá fugla sem fljúga hjá. Best er að tilkynna fjölda flestra fugla sem koma og setjast í garðinn. Það má nefnilega ekki leggja saman, það er gert til þess að forðast tvítalningar á sama fuglinum, sem ef til vill kemur á 15 mínútna fresti í garðinn. Þá er hann skráður sem einn fugl en ekki fjórir. Ef fjöldi fuglanna er slíkur að það getur verið erfitt að telja kvika smáfugla, er gott hjálpartæki að taka mynd og telja fuglana sem sjást á henni.

Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið:

Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.

Niðurstöðurnar getur þú skráð rafrænt hér:

Garðfuglahelgin 2018, rafræn skráning athugana

 

Vefverslunin

Í vefversluninni okkar finnur þú líka fuglahús og fuglafóður.

 

 

Teista ©Daníel Bergmann

Hagsmunagæsla

Fuglavernd gætir hagsmuna náttúruverndar á opinberum vettvangi, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við önnur félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndar.  Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar hefur verið tengiliður félagasamtaka á sviði umhverfis- og náttúruverndar við Umhverfisráðuneyti.

Undir Verkefnin>Hagsmunagæsla má lesa um alla þá snertifleti sem eru við opinbera aðila, í starfshópum, nefndum, ráðum og um athugasemdir sem Fuglavernd sendir frá sér m.a. vegna skipulagsmála.

18. 01.2018 var skipaður fulltrúi frálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í starfshóp um lagabreytingar 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Árni Finnsson var skipaður.

21. 11.2017 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverdar í starfshóp um bætt umhverfi endurvinnslu, á vegum umhverfisráðherra. Starfhópurinn skal skila tillögum fyrir 1. júní 2018. Hildur Hreinsdóttir var skipuð.

 

Jólakveðja frá Fuglavernd

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum stuðning og samstarf á árinu sem er að líða.  ---- Season's Greetings with all the best wishes for the New Year. Thank you for your continued support and partnership.
Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum stuðning og samstarf á árinu sem er að líða. —- Season’s Greetings with all the best wishes for the New Year. Thank you for your continued support and partnership.

Áskorun til fjárlaganefndar Alþingis um náttúrustofur

Stjórn Fuglaverndar harmar niðurskurð á fé til náttúrustofa. Stjórnin skorar á fjárlaganefnd, að auka framlag til stofanna.

Á stofunum eru unnar þýðingarmiklar grunnrannsóknir á lífríki Íslands. Í því sambandi vill stjórn Fuglaverndar benda á mikilvægt hlutverk stofanna við vöktun stofna bjargfugla og lunda. Stofnar nær allra sjófugla sem verpa á Íslandi hafa átt undir högg að sækja og þeir hafa minnkað á undanförnum árum. Rannsóknir og vöktun eru forsenda þess að skilja hvað ráði þessari fækkun og hvernig tryggja megi vernd þessara fugla. Náttúrustofurnar hafa verið leiðandi við rannsóknir á sjófuglum og mikilvægt að geta þeirra á því sviði verði ekki skert!

Það er óforsvaranlegt, nú þegar Íslendingar eru í fararbroddi í alþjóðlegu loftslagssamstarfi eins og Arctic Circle, að skerða rekstur náttúrustofanna.

Fréttatilkynning var send til fjölmiðla og samrit sent nefndarmönnum fjárlaganefndar Alþingis.

Skilafrestur athugasemda til Skipulagsstofnunar vegna virkjunar í Hverfisfljóti

Hjá Skipulagsstofnun er nú til kynningar frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum Allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. nóvember 2017 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti áskipulag@skipulag.is.

Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaptárhreppi eru með síðu á Facebook sem gjarnan má líka við. Þá hefur félagið skrifað bréf til félagsmanna  og tekið saman texta sem gjarnan má styðjast við þegar athugasemdir eru skrifaðar og sendar Skipulagsstofnun.

 

Hófsemi veiðimanna lykillinn að sjálfbærum rjúpnaveiðum

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2017. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 57 þúsund fuglar, en hún var á síðasta ári 40 þúsund fuglar. Stofnunin leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.

Viðkoma rjúpunnar var metin með talningum í tveimur landshlutum síðsumars. Hlutfall unga reyndist vera 78% á Norðausturlandi og 79% á Suðvesturlandi, þetta er ágæt viðkoma. Miðað við niðurstöður rjúpnatalninga er stærð rjúpnastofnsins  í meðallagi víðast hvar um land 2017 en þó ekki á Vestfjörðum og Suðausturlandi, þar er stofninn í lágmarki. Reiknuð heildarstærð varpstofns rjúpu vorið 2017 var metin 173 þúsund fuglar, en var 132 þúsund fuglar 2016. Framreiknuð stærð veiðistofns 2017 er 649 þúsund fuglar miðað við 453 þúsund fugla 2016. Þessir útreikningar byggja á gögnum fyrir Norðausturland og ofmeta stærð stofnsins nær örugglega.

Sjá nánar: Tillögur um rjúpnaveiði 2017

Veiðidagar rjúpu 2017

Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember:

  • föstudaginn 27. október, laugardaginn 28. október og sunnudaginn 29. október,
  • föstudaginn 3. nóvember, laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember,
  • föstudaginn 10. nóvember, laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember,
  • föstudaginn 17. nóvember, laugardaginn 18. nóvember og sunnudaginn 19. nóvember.

Veiðiverndarsvæði suðvestanlands

Á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis kemur fram að líkt og undanfarin ár er veiðiverndarsvæði á SVlandi.

Sjá einnig: Kort af veiðiverndarsvæði rjúpu suðvestanlands.

Um svæðið segir í reglugerð 800/2005: “Allar rjúpnaveiðar eru óheimilar innan svæðis sem birt er í viðauka I við reglugerð þessa og markast í norðri af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Mosfellsbæ, austurhluta Mosfellsheiðar í Grímsnes- og Grafningshreppi og Skálafells og Skálafellshálsi í Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð og Kjósarhreppi. Hið friðaða svæði í Skálafelli og Skálafellshálsi markast af Kjósarskarðsvegi (48) frá vegamótum við Þingvallaveg (360) að vegamótum við Meðalfellsveg (461) og þaðan að brú á Svínadalsá og er ánni síðan fylgt að mörkum Reykjavíkur um Svínaskarð. Norðurhluti svæðisins markast síðan af Þingvallavegi frá gatnamótum Kjósarskarðsvegar að Grafningsvegamótum og þaðan af línu sem dregin er í austur frá Grafningsvegamótum í Þingvallavatn. Svæðið markast í austri af Þingvallavatni og fylgir síðan austurbakka Sogs og Ölfusár til sjávar.”

Sölubann á rjúpu og hófsemi veiðimanna

Markmið veiðistjórnunar á rjúpu er að veiðar verði sjálfbærar þannig að komandi kynslóðir geti stundað veiðar. Veiðistjórnun snýst því að vissu leyti um það langtímasjónarmið að vernda veiðistofna til framtíðar. Undanfarin ár hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á þrjú atriði í veiðistjórnun. Sóknardögum hefur verið fækkað verulega, sölubann á rjúpu og rjúpuafurðum var komið á og biðlað var til veiðimanna um að sýna hófsemi á rjúpnaveiðum.

Sölubann á rjúpu er í gildi skv. reglugerð 800/2005 sem eru breytingar á reglugerð 456/1994 og eiga þær sér stoð í lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994. 

Umhverfisstofnun fer með eftirlit með veiðum og hér má skrá sig inn á vef Umhverfisstofnunar. Þar skila skotveiðimenn veiðiskýrslum árlega, óháð því hvort eitthvað var veitt eða ekki og sótt um og endurnýjuð veiðikort.

Þá viljum við minna á öryggi veiðimanna á veiðslóð og bendum á Vef Safetravel.is þar sem veiðimenn geta skilið eftir ferðaáætlun.

Fuglavernd hvetur alla skotveiðimenn til að sýna hófsemi við veiðar í rjúpu í ár, sem fyrri ár, svo stuðla megi að sjálfbærni rjúpnaveiða.

 

Húsöndin dvelur á Svartá árið um kring og áin hefur mikla þýðingu fyrir verndun þessarar tegundar. Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Athugasemdir við Svartárvirkjun í Bárðardal

Fuglavernd hefur sent Skipulagsstofnun athugasemdir vegna Svartárvirkjunar í Bárðardal. Skilafrestur athugasemda við frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum er mánudaginn 23. október. Athugasemdum má skila á skipulag@skipulag.is eða með bréfi á:

 

Skipulagsstofnun
b.t. Sigurðar Ásbjörnssonar
Borgartúni 7b
105 Reykjavík

 

Athugasemdir Fuglaverndar við frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar í Bárðardal má lesa hér.

Öllum er frjálst að nýta þetta efni til þess að skila inn athugasemdum, hvort sem er í eigin nafni eða annara náttúruverndarsamtaka.

Húsöndin dvelur á Svartá árið um kring og áin hefur mikla þýðingu fyrir verndun þessarar tegundar. Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Verndum Svartá – Skilafrestur 23. október

Húsöndin dvelur á Svartá árið um kring og áin hefur mikla þýðingu fyrir verndun þessarar tegundar. Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Verndarfélag Svartár og Suðurár heldur úti síðu á Facebook, Verndum Svartá, en uppi eru áform um Svartárvírkjun, allt að 9,8 Mw virkjun. Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun.

Skilafrestur athugasemda er 23. október 2017. 

Hægt er að gera athugasemdir og koma ábendingum á framfæri við Skipulagsstofnun með því að senda tölvupóst á netfangið: skipulag@skipulag.is eða senda bréf stílað á:

Skipulagsstofnun
b.t. Sigurðar Ásbjörnssonar
Borgartúni 7b
105 Reykjavík

Athugasemdir

Mikilvægt er að sem flestir skili inn athugasemdum, í eigin nafni og ekki aðeins náttúruverndarsamtök.

Hér neðanmáls er hugmynd að athugasemdum sem öllum er heimilt að styðjast við. Aftan við þær er skeytt greinargerð Árna Einarssonar “Svartá og Suðurá í Bárðardal-Greinargerð”, grein Viðars Hreinssonar “Verndun Svartár/Suðurár” og grein Börre Skodvins “Value of Nature”. Vísað er til þessara greina í athugasemdum.

Í þessum hugmyndum eru teknir fyrir nokkrir þættir af mörgum í matsferlinu. Þeir sem vilja geta tekið ákveðna þætti fyrir eða stuðst við skjalið eins og þeim hentar best yfirhöfuð. En auðvitað með sínum eigin tilbrigðum!

Umhverfisáhrif á virkjað svæði Svartár – Hugmyndir að athugasemdum

Búsvæðavernd og tegundavernd

Tvær meginstoðir í stefnu Fuglaverndar eru búsvæðavernd og tegundavernd. Vernd Svartár í Bárðardal fellur í báða flokkana, sjá Verkefnin> Svartá í Bárðardal.

Húsönd, straumönd, gulönd og fálki eru allt fuglategundir á válista. Húsönd og straumönd njóta sérstakrar verndar Viðauka II skv. Bernarsamningnum og eru ábyrgðartegundir okkar Íslendinga.

Ramsarsamningurinn snýr að verndun votlendis, en votlendi sem og eldhraun sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu njóta sérstakrar verndar laga um náttúruvernd og skal forðast röskun þeirra nema brýna nauðsyn beri til. Reglugerð 252/1996 kveður á um dvöl manna við hreiður t.d. fálka og röskun þeirra.

Fyrirhugað virkjanasvæði Svartár er innan svæðis sem er í verndarflokki 3. áfanga rammaáætlunar (Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða) en nær út fyrir það svæði ef fyrir valinu verður að plæja niður jarðstreng um 47 km leið yfir heiðar og koma rafmagninu niður í Laxárvirkjun til dreifingar.