Aðalfundur Fuglaverndar 2024

Aðalfundur félagsins fyrir starfsárið 2023 verður haldinn fimmtudaginn 4. apríl næstkomandi í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6 a. Fimmtudag 4. apríl kl. 16 -18 og á Zoom.

Aðalfundur  verður  í Huldustofu, 3. hæð Bókasafns Kópavogs að Hamraborg 6 a, kl. 16 -18.

Þeir sem vilja sitja fundinn í fjarska geta sent póst til fuglavernd@fuglavernd.is og óskað eftir hlekki á Zoomið.

Breytingartillögur að samþykktum félagsins má lesa hér

Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur  æðsta vald í málefnum félagsins.  Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
Ákvörðun árgjalds.
Önnur mál.

Allir félagsmenn Fuglaverndar velkomnir.

Aðalfundur Fuglaverndar 2023

Aðalfundur Fuglaverndar 2023

Aðalfundur fuglaverndar fyrir starfsárið 2022 verður haldinn fimmtudaginn 23. mars að Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík klukkan 17:00-18:00

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rann út 14.febrúar en á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annað hvert ár gengur formaður úr stjórn. Í ár er sæti formanns laust og þrjú sæti í stjórn. Sjá: Skrifstofa og stjórn.

Tillögum að breytingum á samþykktum félagsins þurfti að skila inn fyrir 15. febrúar síðastliðinn en engar slíkar tillögur bárust. Sjá: lög og siðareglur félagsins.

Fundurinn verður einnig sendur út í gegnum Zoom fjarfundabúnað.
Taktu þátt í fjarfundinum með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan – hægt er að tengjast beint í gegnum vafra eins og Chrome, Firefox eða Edge – og ekki á að vera þörf á að hlaða niður neinu forriti- ef slík beiðni poppar upp þá ýtið á cancel.
Ef illa gengur að smella á hlekkinn þá má afrita hann í hausinn á vafranum þínum:
https://us02web.zoom.us/j/84332566570?pwd=ZHBwcEZDU1RYN1hXWkR2dFA5Mk15UT09 
Síðan þarftu að tengjast hljóðinu með því að ýta á “join with computer audio” og þá ætti þetta að ganga.

Vinsamlegast hafðu rauða strikið yfir “mute” – oft er minna álag á tengingunni með því að hafa einnig rautt skástrik yfir “start video”. Báða þessa hnappa er að finna neðst til vinstri í rammanum.

Þú átt ekki að þurfa að nota þessi númer en til vonar og vara þá eru þau hér
“Meeting ID”: 843 3256 6570
“Passcode#: 330770

Haförn. ©Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Aðalfundur Fuglaverndar 2020

Aðalfundur Fuglaverndar fyrir starfsárið 2019 verður haldinn í Sal Barðstrendingafélagsins, Konnakoti, Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 10. september kl. 17. Einnig er stefnt að því að streymi verði af fundum á Fésbókarsíðu Fuglaverndar.

Á dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf.

 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
 4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
 5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
 6. Ákvörðun árgjalds.
 7. Önnur mál.
Hafnarhólmi apríl 2018

Aðalfundi 2020 frestað

Fyrirhuguðum aðalfundi Fuglaverndar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna frekari takmarkana á samkomubanni. Vonir standa til þess að hægt verði að finna nýja dagsetningu og auglýsa fundinn með löglegum fyrirvara, fyrir sumardaginn fyrsta, sem er þann 23. apríl 2020.

Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins.  Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
 4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
 5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
 6. Ákvörðun árgjalds.
 7. Önnur mál.
Hafnarhólmi, lundar

Aðalfundur Fuglaverndar 2020

Fyrirhuguðum aðalfundi Fuglaverndar hefur verið frestað um óákveðinn tíma, vegna frekari takmarkana á samkomubanni. Vonir standa til þess að hægt verði að finna nýja dagsetningu og auglýsa fundinn með löglegum fyrirvara, fyrir sumardaginn fyrsta, sem er þann 23. apríl 2020.

Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins.  Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
 4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
 5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
 6. Ákvörðun árgjalds.
 7. Önnur mál.

Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Frá vinstri: Halla Hreggviðsdóttir, Menja Von Schmallensee, Snæþór Aðalsteinsson, Trausti Gunnarsson og Ólafur Karl Nielsen formaður stjórnar. Á myndina vantar Daníel Bergmann og Erp Snæ Hansen. Ljósmynd: ©Dögg Matthíasdóttir.

Mánudaginn 11. mars 2019 var kjörin ný stjórn á aðalfundi Fuglaverndar.

Jóhann Óli Hilmarsson lét af formennsku en hann hefur verið formaður Fuglaverndar allt frá árinu 1999. Jóhann Óli sat fyrst í stjórn á árunum 1974-1977, þá gerði hann tíu ára hlé en kom aftur inn í stjórnina árið 1987 og tók við formennsku 1999. Í hans stað gaf kost á sér Ólafur Karl Nielsen en hann hefur verið varaformaður félagsins. Þá gaf Sindri Skúlason ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Voru þeim í lok fundarins færðir þakklætisvottur fyrir störf sín í þágu félagsins.

Jóhann Óli flutti ársskýrslu, en hana er að finna á: Um Fuglavernd>Ársskýrslur

Ný stjórn var kjörin með einróma lófataki, en hana skipa:

Ólafur Karl Nielsen – formaður, Daníel Bergmann, Erpur Snær Hansen, Halla Hreggviðsdóttir, Menja Von Schmalensee, Snæþór Aðalsteinsson og Trausti Gunnarsson. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skiptir hún með sér verkum, aðeins formaður er kjörinn sérstaklega á aðalfundi félagsins.

Áður en tekið var til hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Jóhann Óli erindi um fuglaskoðun á Borgarfirði eystra og Ólafur Karl Nielsen gerði grein fyrir athugunum á fuglalífi í Njarðvík og Hafnarhólma á Borgarfirði eystra.  Um fuglalíf Njarðvíkur má lesa meira á: Verkefnin>Njarðvík.

Fundurinn var fjölsóttur og meðal félagsmanna sem tóku þátt í umræðum á fundum er greinilegur áhugi á að Fuglavernd takist vel til í hlutverki landeiganda á fjölsóttum ferðamannastað. Að leiðarljósi verði náttúruvernd sem er grunnstarfsemi félagsins sem og sjálfbærni og fræðsla en það eru aðrar meginstoðir í stefnu Fuglaverndar.

Fjölsóttur aðalfundur Fuglaverndar.
Formaður Fuglaverndar Jóhann Óli HIlmarsson við myndatöku í Hafnarhólma

Aðalfundur 2019

Formaður Fuglaverndar Jóhann Óli HIlmarsson við myndatöku í Hafnarhólma – Ljósmynd: © Dögg Matthíasdóttir

Aðalfundur Fuglaverndar 2019 verður haldinn mánudaginn 11. mars kl. 16:30 í sal á neðstu hæð Bókasafns Kópavogs að Hamraborg 6a. Við ætlum að byrja á að vera með stutt erindi um þá erfðagjöf sem Magnús Þorsteinsson færði félaginu þ.e.a.s. hluta í Hafnarhólma og Njarðvík í Borgarfirði Eystri.

Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
 4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
 5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
 6. Ákvörðun árgjalds.
 7. Önnur mál.

Aðalfundur 2018 – Votlendissjóður

Aðalfundur Fuglaverndar 2018 verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl kl. 17:00 í sal Barðstrendingafélagsins að Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Eyþór Eðvarðsson kemur á fundinn og segir frá Votlendissjóði sem fyrirhugað er að stofna.

Samkvæmt lögum félagsins hefur Aðalfundur  æðsta vald í málefnum félagsins.  Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:

 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
 3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
 4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
 5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
 6. Ákvörðun árgjalds.
 7. Önnur mál.

Kaffi og kleinur.

 

Teista. Ljósmynd: Sindri Skúlason

Ársskýrsla Fuglaverndar 2016

Aðalfundur Fuglaverndar var haldinn þriðjudaginn 18. apríl 2017.

Þar fór formaður félagsins, Jóhann Óli Hilmarsson yfir ársskýrslu fyrir árið 2016 og hana, ásamt eldri ársskýrslum er að finna undir Um Fuglavernd > Ársskýrslur

Á fundinum voru kjörnir tveir nýjir stjórnarmenn, þeir Aron Leví Beck og Trausti Gunnarsson og munu þeir taka sæti í stjórn um leið og tækifæri gefst til þess að kalla hana saman.

Teista. Ljósmynd: Sindri Skúlason

Aðalfundur Fuglaverndar

Aðalfundur og stjórnarkjör

Aðalfundur Fuglaverndar 2017 verður að þessu sinni þriðjudaginn 18. apríl.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út 14. febrúar og tillögum að breytingum á samþykktum félagsins 15. febrúar. Í ár eru fjögur sæti laus.

Á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annaðhvort ár gengur formaður úr stjórn. Við óskum hér með eftir framboðum í stjórn Fuglaverndar. Framboðum og breytingartillögum skal skilað með tölvupósti eða bréfleiðis til stjórnar.

Tölvupóstfang formannsins er johannoli@johannoli.com og póstfang félagsins er fuglavernd@fuglavernd.is.

Ljósmyndin er af teistu og er eftir Sindra Skúlason.