Garðfuglakönnun er árlegur viðburður Fuglaverndar sem snýst um að telja fugla í garðinum sínum. Fuglar heimsækja mest þá garða þar sem fóður stendur til boða. Könnunin er ætluð öllum sem hafa áhuga á fuglum og er ekki ýkja flókin þó hún virðist vera það við fyrstu sýn.
Það er hægt að telja fugla daglega, vikulega t.d. bara um helgar.
Eyðublöð eru tilbúin á heimasíðu Fuglaverndar sem hægt er að hlaða niður og prenta út ef vill.
Fyrir daglega notkun er oft handhægara að nota rissblað eða stílabók. Dæmi um skráningarblað sem maður notar daglega hér fyrir neðan. Þar sést t.d. að fyrst sáust 5 starar og það var skráð. En þegar næst var skoðað, skömmu seinna, voru þeir orðnir 12. Þá leggur maður ekki saman fimm og tólf heldur notar hærri töluna tólf sem fjölda stara þennan dag. Á þessu blaði eru skráðir þeir fuglar sem eru venjulega í görðum en það geta verið aðrar tegundir sem heimsækja garða reglubundið. Þegar vikan er liðin tekur maður saman tölurnar, hæstu tölur hverrar tegundar, og færir inn í eyðublaðið sem finna má hér.
Það er ágætt að undirbúa garðfuglakönnunina með því að byrja að æfa sig í talningu og skráningu og þeir sem fóðra fugla geta hafið fóðrun nokkrum dögum fyrir. Það má nefna að fólk sem bæði fóðrar fugla og tekur þátt í garðfuglakönnuninni lærir ótrúlega mikið um hegðun ýmissa fuglategunda bara með því að fylgjast með þeim.
Garðfuglakönnun er árlegur viðburður Fuglaverndar sem snýst um að telja fugla í garðinum sínum. Fuglar heimsækja mest þá garða þar sem fóður stendur til boða. Könnunin er ætluð öllum sem hafa áhuga á fuglum og er ekki ýkja flókin þó hún virðist vera það við fyrstu sýn.
Það er hægt að telja fugla daglega, vikulega t.d. bara um helgar.
Eyðublöð eru tilbúin á heimasíðu Fuglaverndar sem hægt er að hlaða niður og prenta út ef vill.
Fyrir daglega notkun er oft handhægara að nota rissblað eða stílabók. Dæmi um skráningarblað sem maður notar daglega hér fyrir neðan. Þar sést t.d. að fyrst sáust 5 starar og það var skráð. En þegar næst var skoðað, skömmu seinna, voru þeir orðnir 12. Þá leggur maður ekki saman fimm og tólf heldur notar hærri töluna tólf sem fjölda stara þennan dag. Á þessu blaði eru skráðir þeir fuglar sem eru venjulega í görðum en það geta verið aðrar tegundir sem heimsækja garða reglubundið. Þegar vikan er liðin tekur maður saman tölurnar, hæstu tölur hverrar tegundar, og færir inn í eyðublaðið sem finna má hér.
Það er ágætt að undirbúa garðfuglakönnunina með því að byrja að æfa sig í talningu og skráningu og þeir sem fóðra fugla geta hafið fóðrun nokkrum dögum fyrir. Það má nefna að fólk sem bæði fóðrar fugla og tekur þátt í garðfuglakönnuninni lærir ótrúlega mikið um hegðun ýmissa fuglategunda bara með því að fylgjast með þeim.
-Fuglavernd kynnir garðfuglafóðrun; matseðill garðfugla og vörur tengdum fuglafóðrun. Til sölu verða fræðslurit, kattakragar og fóðrarar. Fuglavernd mun einnig kynna Garðfuglakönnunina fyrir gestum.
-Dýraþjónusta Reykjavíkur kynnir starfsemi sína sem að snýr að fuglum.
-Grasagarðurinn býður upp á listasmiðju fyrir börn: Hvernig býr maður til fuglafóðrara?Þórey Hannesdóttir, listgreinakennari, mun leiða listasmiðju um fugla fyrir börn og fjölskyldur þeirra á alþjóðlegum degi barna.
Náttúruleg efni sem Skógræktarfélag Reykjavíkur skaffar verður notuð til að búa til fuglafóðrara sem hægt verður að nota í vetur.
Öll eru velkomin og þátttaka er án endurgjalds.
Viðburðurinn mun fara fram í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur.
Viðburðurinn er samstarf Grasagarðsins,Fuglaverndar, Dýraþjónustu Reykjavíkur og Skógræktarfélags Reykjavíkur
í ár viljum við hvetja sem flesta sem fóðra fugla í görðum sínum til þess að taka þátt. Samfélagsvísindi af þessu tagi geta skipt sköpum fyrir náttúruna.
Markmiðið með Garðfuglakönnuninni er að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar í tegundasamsetningu yfir vetrarmánuðina, og skoða breytileika milli ára. Árangur í starfi sem þessu veltur að sjálfsögðu á ykkur / þátttakendunum. Vakin er athygli á vef um garðfugla á þessum slóðum:Garðfuglar og hér á okkar síðu einnig.
Könnunin er með sama sniði og liðna vetur, en fyrsta Garðfuglakönnunin á vegum Fuglaverndar var gerð veturinn 1994-95.
Könnunin hefst 30. október 2016 og lýkur 29. apríl 2017 en það er hægt að byrja hvenær sem er.
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að slá inn talningar sínar í meðfylgjandi skjal og senda síðan félaginu á tölvutæku formi, slíkt mun spara þann tíma sem fer í innslátt á talningum. Einnig er hægt að prenta út eyðublaðið og færa niðurstöður inn á blaðið. Við hvetjum sem flest ykkar til að taka þátt, hvort sem þið gefið fuglum eða ekki.
Sendið útfyllt eyðublöð sem fyrst eftir lok könnunar, í síðasta lagi fyrir maílok 2017. Netfangið er: gardfugl@gmail.com.
Ef niðurstöður eru sendar með pósti þá er utanáskriftin: Fuglavernd Garðfuglakönnun Hverfisgötu 101 – 105 Reykjavík
Þessa ljósmynd af skógarþresti, stara og svartþresti tók Örn Óskarsson
Nú er komið að því að hefja árvissa garðfuglakönnun Fuglaverndar en Fuglavernd hefur um árabil staðið fyrir rannsókn á garðfuglum og fengið félagsmenn og aðra áhugasama í lið með sér. Markmiðið er að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar á samsetningu tegunda yfir vetrarmánuðina. Sem athugunarsvæði má nota húsagarða, afmörkuð svæði innan almenningsgarða, garðlönd við sumarbústaði eða skógarlundi. Meginatriðið er að sama svæði sé talið og reglulega sé fylgst með því í viku hverri. Fylgst er með fuglalífinu frá því í lok október fram í lok apríl – og niðurstöðurnar skráðar á þar til gert eyðublað.
Veturinn 2014-2015 er garðfuglakönnun Fuglaverndar frá 26. október til 25. apríl. Á Garðfuglavefnum má lesa nánar um könnina en hér má nálgast eyðublaðið til að prenta og fylla út – en hér er skjal sem má fylla út rafrænt og senda svo sem viðhengi á fuglavernd@fuglavernd.is.
Áhugafólk um fugla er hvatt til að taka þátt – engin binding – lítið umstang en mjög skemmtilegt. Ekki er skilyrði að maður gefi fuglunum þó það auki bara á ánægjuna og betra er að byrja seint en aldrei.
Á meðfylgjandi mynd má sjá silkitoppur gæða sér á eplum. Ljósmyndina tók Örn Óskarsson.
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna