Jaðrakanar í votlendi

Möguleikar kannaðir á endurheimt votlendis

Líffræðilegur fjölbreytileiki votlendis á láglendi á Íslandi er mikill og að sama skapi eru hér mikilvæg votlendissvæði á heimsvísu fyrir vaðfugla s.s. spóa, hrossagauk, lóuþræl og stelk, sem og fyrir andfugla eins og blesgæs. Meirihluti votlendis Íslands hefur verið ræst fram í þágu landbúnaðar og mörg svæðanna eru í dag ofbeitt eða ónytjuð. Meira en 350.000 ha af eyðilögðum votlendisvistkerfum eru ekki lengur nýtt og losa þau 70% kolefnis í andrúmsloftið hérlendis. Athuganir hafa leitt í ljós að einungis 3% alls votlendis á Suðurlandi er eftir óraskað og 18% votlendis á Vesturlandi.

Markmiðið með því að fara af stað með þetta verkefni er að skoða leiðir og þróa kostnaðar- og verkáætlun til að endurheimta land sem mögulega gæti staðið til boða.  Það þarf að mæta óskum og kröfum hagsmunaaðila á svæðinu þar sem áhersla verður lögð á þrennt; líffræðilegan fjölbreytileika, félagsleg og svo efnahagsleg áhrif.  Fyrir valinu varð Hvalfjarðarsveit, m.a. vegna þess að þar er mjög fjölbreyttur hópur hagsmunaaðila, þar er iðnaður, landbúnaður og láxá, en ekki síst vegna þess að Grunnafjörður í Hvalfjarðarsveit er Ramsar svæði, sem er svæði sérstaklega verndað fyrir votlendsfugla með alþjóðlegt gildi.

Með því að vera í samstarfi við sveitarfélagið, landeigendur og aðra hagsmunaaðila stefnir verkefnið að því að endurheimta búsvæði í votlendi á skilgreindum svæðum. Þessar framkvæmdir munu ekki aðeins vernda afkomu fugla og auka fiskgengd heldur einnig vera hluti af kolefnisjöfnun. Árangurinn væri mælanlegur í hærri grunnvatnsborði, bættum vatnsgæðum og endurbættum búsvæðum. Að auki mun verkefnið stefna að því að vera fyrirmynd að verkefnum á sambærilegum svæðum á láglendi Íslands. Verkefnið er styrkt af ELSP Programme /Cambridge Conservation Initiative . Verkefnisstjóri er Polina Moroz, umhverfisfræðingur af rússneskum uppruna, og samskipta- og þjónustufulltrúi á vettvangi er Ásta Marý Stefánsdóttir frá Skipanesi.

Hér má sjá lýsingu á verkefninu á heimasíðu ELSP:Endangerd Landcapes and Seascapes Programme

Grunnafjörður og Hvalfjörður - Myndir af votlendi