Fuglavernd gætir hagsmuna náttúruverndar á opinberum vettvangi, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við önnur félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndar.

Fuglavernd gætir hagsmuna náttúruverndar á opinberum vettvangi, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við önnur félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndar. Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar var tengiliður félagasamtaka á sviði umhverfis- og náttúruverndar við Umhverfisráðuneyti frá 2012-2020 en nú hafa þau Hrefna Sigurjónsdóttir, Sævar Þór Halldórsson og Brynhildur Bergþórsdóttir tekið við.

2022

17. mars var Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir skipuð í þjóðgarðsráð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

2021

2. nóvember voru Alma Stefánsdóttir og Ágústa Þóra Jónsdóttir skipaðar fulltrúar umhverfis- og náttúruverndarsamtaka skipaðir í stýrihóp um framkvæmd heildarstefnu í úrgangsmálum

6. september var Gerður Stefánsdóttir skipuð fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í stýrihóp um eftirfylgni loftgæðaáætlunar

2. september 2021 var Guðmundur Hörður Guðmundsson skipaður í stjórn Loftlagssjóðs

10. júní sendum við umhverfis- og auðlindaráðuneyti tilnefningar í fagráð náttúruminjaskrár. Tilnefndar voru Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona og Hrafnhildur Hannesdóttir, jarðfræðingur og jöklafræðingur.

1. maí sendum við tilnefningar í stýrihóp vegna áætlunar um loftgæði á Íslandi 2018-2029. Tilnefnd voru Gerður Stefánsdóttir, líffræðingur og yfirverkefnastjóri umhverfis- og auðlindamála hjá Veðurstofu Íslands og Hafþór Ingi Ragnarsson, sjötta árs læknanemi.

6. apríl 2021 var Helena Westhöfer Óladóttir skipuð varafulltrúi í svæðisráði vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði í stað Arnar Óskarssonar sem sagði sig frá starfinu.

25. febrúar 2021 var Tinna Hallgrímsdóttir skipuð í ráðgjafarhóp vegna rannsóknarverkefnis um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

24. febrúar 2021 var Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdarstjóri Landverndar skipuð í nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

2020

20. 09.2020 var Guðmundur Hörður Guðmundsson skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn loftslagssjóðs til eins árs, í stað Hjálmars Hjálmarssonar sem sagði sig frá þessu starfi en hann var skipaður í febrúar 2019.

24. 02. 2020 var Hrefna Sigurjónsdóttir tilnefnd fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd um tilnefningar til Kuðungsins, umhverfisviðurkenningar Umhverfisráðuneytisins.

2019

18.11.2019 var Jón Einar Jónsson tilnefndur fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í samráðsvettvang vegna ráðstöfunar tekna á sölu veiðikorta á vegum Umhverfisstofnunar.

18.11. 2019 voru  Sævar Þór Halldórsson og til vara Páll Ásgeir Ásgeirsson tilnefndirfulltrúar frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til fjögurra ára.

11.11.2019 voru tilnefndir fulltrúar frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs. Tilnefnd voru:

  • Norðursvæði- rekstrarsvæði 1. Aðalmaður: Hjördís Finnbogadóttir. Varamaður: Sigríður Stefánsdóttir.
  • Austursvæði- rekstrarsvæði 2. Aðalmaður: Þórhallur Þorsteinsson. Varamaður: Þórveig Jóhannsdóttir.
  • Suðursvæði- rekstrarsvæði 3. Aðalmaður: Snævarr Guðmundsson. Varamaður: Kristín Hermannsdóttir.
  • Vestursvæði- rekstrarsvæði 4. Aðalmaður: Ingibjörg Eiríksdóttir. Varamaður: Örn Þór Halldórsson.

08.11.2019 var Rakel Garðarsdóttir skipuð fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í starfshóp um að móta tillögur að aðgerðum gegn matarsóun á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

08.11.2019 var Örn Þór Halldórsson skipaður fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í samráðshóp um undirbúning og gerð strandskipulags fyrir Vestfirði á vegum Umhverfis- og Auðlindaráðuneytisins.

03. 09. 2019 voru skipaðir fulltrúar félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í Loftslagsráð. Skipuð voru: Árni Finnson, Björn Guðbrandur Jónsson, Kristín Vala Ragnarsdóttir og Ragnhildur Freysteinsdóttir.

23. 05. 2019 var skipaður fulltrúi Fuglaverndar í ráðgjafanefnd um skipulag vatnamála. Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir var skipuð.

11.03. 2019 var  Tómas Grétar Gunnarsson tilnefndur sem fulltrúi Fuglaverndar  í samráðshóp um endurskoðun laga nr. 64/1994, um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

07. 03. 2019 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í hóp til ráðgjafar um umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn. Stefán Erlendsson var skipaður.

14. 02. 2019 var skipaður fulltrúi frálsra félgasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn loftslagssjóðs til tveggja ára. Hjálmar Hjálmarsson var skipaður.

08. 02. 2019 barst frá Umhverfisstofnun beiðni um að tilnefna fulltrúa í samráðsvettvang um ráðstöfun tekna af sölu veiðikorta. Halla Hreggviðsdóttir hefur verið tilnefnd.

15. 01. 2019 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd til ráðgjafar um endurskoðun á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sigríður Droplaug Jónsdóttir var skipuð.

2018

25.10.2018 voru skipaðir fulltrúar frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Sævar Þór Haraldsson var skipaður aðalfulltrúi og Örn Þór Halldórsson var skipaður varafulltrúi.

29.06.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum. Rannveig Magnúsdóttir var skipuð.

03.05.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stýrihópinn: Hreint loft til framtíðar  – áætlun um loftgæði á Íslandi 2018 – 2029. Gestur Guðjónsson var skipaður.

22. 02.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd til ráðgjafar um umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytis; Kuðungurinn. Margrét Hugadóttir var skipuð. 

31.01.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar  í Vatnajökulsþjóðgarði.  Sigríður Stefánsdóttir var skipuð varafulltrúi í svæðisráð rekstrarsvæðis eitt, Sævar Þór Haraldsson var skipaður varafulltrúi í svæðisráð rekstrarsvæðis tvö, Örn Þór Halldórsson skipaður varafulltrúi í svæðisráð rekstrarsvæðis fjögur. 

18. 01.2018 var skipaður fulltrúi frálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í starfshóp um lagabreytingar 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Árni Finnsson var skipaður.

2017

21. 11.2017 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í starfshóp á vegum umhverfisráðherra um bætt umhverfi endurvinnslu. Starfhópurinn skal skila tillögum fyrir 1. júní 2018. Hildur Hreinsdóttir var skipuð.

31.03.2017 var skipaður fulltrúi Fuglaverndar í samstarfshóp stjórnvalda um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá. Samráðshópurinn er á vegum Umhverfisstofnunar. Við tilnefndum Ragnhildi Sigurðardóttur.

27.02.2017 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í ráðgefandi nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur, starfsmaður Skógræktarfélags Íslands var skipuð.

9.02.2017 voru þau Snorri Baldursson (aðalfulltrúi) og Elín Erlingsdóttir (til vara) skipuð í ráðgjafarnefnd um stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára samkvæmt 6. gr.laga nr. 20/2016. Skipunin er til þriggja ára en landsáætlun þessi fjallar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Eru þau fulltrúar umhverfis- og náttúruverndarsamtaka sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

 

2016

8.07.2016 voru þau Einar Þorleifsson (aðalmaður) og Þóra Ellen Þórhallsdóttir (til vara) skipuð í fagráð náttúruminjaskrár samkvæmt 15.gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 til næstu fimm ára. Þau eru fulltrúar umhverfis- og náttúruverndarsamtaka sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Fagráð náttúruminjaskrár skal vera Náttúrufræðistofnun Íslands til ráðgjafar um gerð tillögu um minjar á náttúruminjaskrá. Náttúrufræðistofnun Íslands annast umsýslu vegna starfs fagráðsins.

4.07.2016 voru Árni Finnsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir tilnefnd fyrir hönd frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar til setu í nefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, sem greina á og kortleggja svæði innan svokallaðrar miðhálendislínu. Bréf 2016/07/04, Tilnefning í nefnd um miðhálendislínu.pdf

20.06.2016  var Hjördís Finnbogadóttir skipuð til þriggja ára í svæðisráð rekstrarsvæðis eitt í Vatnajökulsþjóðgarði í stað Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur sem sagði sig frá því hlutverki. Hjördís er tilnefnd af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

18.04.2016 var Laufey Hannesdóttir, verkfræðingur, tilnefnd af frjálsum félagasamtökum í starfshóp sem hefur það hlutverk að greina hvort í lögum og reglugerðum á sviðið umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sé fjallað með nægjanlegum hætti um starfsemi vindorkuvera og framkvæmdir vegna þeirra. Gert er ráð fyrir að greining starfshópsins nái einnig til löggjafar á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er varðar leyfisútgáfu og eftirlit með starfsemi vindorkuvera.

2.04.2016 var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfisverndar í starfshóp sem hefur það hlutverk að gera tillögu að frumvarpi til að innleiða og breyta tilskipunum sem varða mat á framkvæmdum áhrifa á umhverfið.

19.02.2016  Jóhann Óli Hilmarsson er fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar. Fjallar nefndin um ráðstöfun tekna úr veiðirkortasjóði og er setan til þriggja ára – eða til 28. febrúar 2019. Jóhann Óli sagði sig frá störfum fyrir nefndina seint á árinu 2017 en var Böðvar Þórisson fengin til að taka við af honum í febrúar 2018.

19.02.2016  Kristinn Þorsteinsson er fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2016.

2015

03.09.2015 Guðmundur Hörður Guðmundsson og Sigmundur Einarsson eru tilnefndir til setu í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir hönd frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar. Bréf 2015/09/03: Tilnefning í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.pdf

20.08.2015 Alþjóðleg ráðstefna um vatnafugla, á vegum Waterbird Society, 15-20 ágúst 2017 og er Erpur Snær Hansen fulltrúi Fuglaverndar í undirbúningsnefnd, en Jóhann Óli Hilmarsson til vara.

19.08.2015 var Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir skipuð í svæðisráð rekstrarsvæðis eitt í Vatnajökulsþjóðgarði en hún var tilnefnd af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið – hún sagði sig svo lausa frá þessu hlutverki í apríl 2016.

19.08.2015 var Þórhallur Þorsteinsson skipaður í svæðisráð rekstrarsvæðis tvö í Vatnajökulsþjóðgarði en hann var tilnefndur af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

19.08.2015 var Snævarr Guðmundsson skipaður í svæðisráð rekstrarsvæðis þrjú í Vatnajökulsþjóðgarði en hann var tilnefndur af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

19.08.2015 var Ólafía Jakobsdóttir skipuð í svæðisráð rekstrarsvæðis fjögur í Vatnajökulsþjóðgarði en hún var tilnefnd af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

26.02.2015  var Ásbjörn Ólafsson skipaður sem fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2015.

2014

20.11.2014 tók Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur við sem varamaður í ráðgjafanefnd um úthlutun úr veiðikortasjóði af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfisverndar fram til ársins 2015.

27.10.2014 var Jóhann Óli Hilmarsson skipaður sem fulltrúi Fuglaverndar í samráð um endurheimt votlendis á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

29.04.2014 var Hjálmar A. Sigurðsson tilnefndur sem fulltrúi Fuglaverndar í nefnd Bláfánans sem er verkefni sem Landvernd rekur.

26.2.2014 var tímaritið Fuglar tilnefnt til fjölmiðlaverðlauna Umhverfisráðuneytisins en Tímaritið Fuglar er ársrit Fuglaverndar. Það kom fyrst út á 40 ára afmæli félagsins 2003. Það hefur fest sig í sessi sem ársrit félagsins og er eitt af metnaðarfyllstu tímaritum sem gefin eru út á Íslandi um náttúru og umhverfi.

21.01.2014 tók Fuglavernd þátt í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026. Hjálmar A. Sigurðsson stjórnarmaður í Fuglavernd er fulltrúi félagsins.

30.01.2014 var Gerður Magnúsdóttir starfsmaður Landverndar skipaður sem fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2014.

2013

8.11.2013 Ómar Ragnarsson var fulltrúi umhverfis- og náttúruverndarsamtaka á Umhverfisþingi 2013 en hér má lesa ræðu Ómars Ragnarssonar á Umhverfisþingi 2013.

30.01.2013 Jóna Fanney Friðriksdóttir stjórnarmaður Landverndar er fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2013.

2012-2013 Ragnhildur Sigurðardóttir var fulltrúi okkar í nefndinni sem sáum aðlögun regluverks um vatn að Evrópuregluverkinu sem var á vegum umhverfisráðuneytisins.

15.11.2012 Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur var tilnefnd til tveggja ára í ráðgjafanefnd um úthlutun úr veiðikortasjóði af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfisverndar.

 

Síðast breytt: 16. febrúar 2023