ljsm. Guðrún Lára Pálmarsd. Fuglaskpun Friðlandi Flóa

Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa

Mánudaginn 5. júní  verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Trausti Gunnarsson, leiðsögumaður og ritari stjórnar Fuglaverndar.

Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu við bílastæðið í Friðlandinu

Fuglaskoðunin hefst kl. 18:30

Tímalengd: 1-1,5 klt.

Nauðsynlegur fatnaður: Gúmmístígvél. Hlýr fatnaður.

Mikilvægur útbúnaður: Sjónauki.

Hámarksfjöldi er 20 manns.

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12  miðvikudag 15. júní.

Gera má ráð fyrir rúma klukkustund í göngu og stöður til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Hlýr fatnaður er t.d. tvær peysur undir vindheldum stakki jafnvel lopapeysa eða dúnúlpa. Húfa, vettlngar og ullarsokkar. Það er júní og sumar en getur orðið svalt á kvöldin.

Lómur (Gavia Stellata) ©Alex Máni
Lómur (Gavia Stellata) ©Alex Máni

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.

 

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins Árborgar.  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir alla jafnt einstaklinga og  fjölskyldur að upplifa lifandi náttúru.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is fyrir kl. 12 mánudag 5. júní

Alþjóðlegur dagur votlendis í dag 2. febrúar

Eftirfarandi er af heimasíður Votlendissjóðsin, en á heimasíðu hans er meiri upplýsingar.

Mikið hefur gengið á votlendi landsins undanfarna áratugi. Í kjölfar jarðræktarlaga (1923) og með tilkomu stórvirkra vinnuvéla á fimmta áratug þessarar aldar, urðu þáttaskil í nýtingu mýrlendis hér á landi. Upphófst þá tímabil stórfelldrar framræslu sem styrkt var með framlögum úr opinberum sjóðum.
Til að byrja með voru láglendismýrar, sem eru víða frjósamar og vel fallnar til ræktunar, ræstar fram til túngerðar. Seinna meir jókst mjög framræsla mýra til að bæta þær sem beitiland. Vegagerð og þéttbýlismyndun hafa einnig tekið sinn toll og við virkjanir fallvatna hefur straumvötnum verið breytt og landi sökkt undir miðlunarlón.
Nú er svo komið að tiltölulega lítið er eftir af óröskuðu votlendi á láglendi. Sem dæmi má nefna að athuganir hafa leitt í ljós að einungis 3% alls votlendis á Suðurlandi er eftir óraskað og einungis 18% votlendis á Vesturlandi (sjá: Íslensk votlendi. Verndun og nýting – Háskólaútgáfan 1998).
Þessi saga hnignunar votlendis hér á landi er ekki einsdæmi; svipaða sögu er að segja um allan heim þar sem örar tækniframfarir hafa orðið.

Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa

Fuglavernd, í samstafi við Árborg hefur endurheimt votlendi í Flóanum norðan Eyrarbakka við bakka Ölfusár.

Jóhann Óli Hilmarsson segir frá hvað gerðist eftir að mýrin í  Friðlandi í Flóa var endurheimt

Meira um votlendi á heimasíðunni okkar

Álftir og lómar í Friðlandinu í Flóa.

Leiðsögn III: um Friðlandið í Flóa

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða  á sunnudögum í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Sunnudaginn 30. júní 2019 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Alex Máni Guðríðarson, fuglaljósmyndari.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir fjölskyldusamveru í lifandi náttúru og upplagður sunnudagsbíltúr fyrir alla fjölskylduna.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Leiðsögn I: um Friðlandið í Flóa

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða  á sunnudögum í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Sunnudaginn 9. júní 2019 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrverandi formaður Fuglaverndar.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir fjölskyldusamveru í lifandi náttúru og upplagður sunnudagsbíltúr fyrir alla fjölskylduna.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðunarferð í Friðlandið í Flóa

Í samstarfi við Landvernd og í tilefni af 50 ára afmæli þeirra verður boðið upp á fuglaskoðunarferð í Friðlandið í Flóa.

Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrverandi formaður Fuglaverndar verður þar til leiðsagnar enda þekkir hann þar hverja hæð og lægð.

Boðið verður upp á rútuferð frá Reykjavík. Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/1GMZghcT2MDgb40RV4Pc7efUPiUeSbylszJI8RP56yrk/

Brottför verður frá skrifstofu Landverndar, Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík kl. 17:15. Úr friðlandinu er áætluð brottför til baka um kl. 19:00 og komið aftur til Reykjavíkur um kl. 19:45.

Þátttakendur koma sjálfir með nesti ef þeir óska þess. Endilega takið með kíki og myndavél. Stígvél geta líka verið mjög góður skófatnaður, ef ætlunin er að ganga eitthvað um friðlandið.

Vinnudagur í Friðlandinu í Flóa

Fuglavernd hefur umsjón með Friðlandinu í Flóa og nú ætlum við að stefna þangað fólki laugardaginn 18. maí til þess að taka til hendinni.  

Verkefni dagsins verða fyrst og fremst hreinsun svæðisins með ruslatýnslu og málningarvinna við fuglaskoðunarhúsið og flotbrýr/göngustíga.

Athugið að tímasetningar geta breyst þegar nær dregur, eftir veðurspá.

Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn. Stígvél eru bráðnauðsynlegur skófatnaður.

Félagsmenn og aðrir áhugamenn um fugla velkomnir.

Skráning sjálfboðaliða – til að áætla fjölda

Canon í Friðlandinu í Flóa / Uppselt

Canon, Fuglavernd og Origo standa fyrir skemmtilegum viðburði í Friðlandinu í Flóa laugardaginn 4. maí nk. þar sem Canon notendum gefst kostur á að prófa mikið úrval af Canon ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur, við náttúrulegar aðstæður.

Þeir Jóhann Óli Hilmarsson og Alex Máni, sem báðir gjörþekkja Friðlandið í Flóa, verða þátttakendum innan handar og leiðbeina um helstu staði og umgengni um svæðið og starfsmenn frá Origo aðstoða með Canon búnað.

Viðburðurinn er aðeins fyrir Canon notendur og er mikilvægt að fólk komi með sinn eigin búnað.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Aðeins 30 sæti í boði.

Skráning á: Canon í Friðlandinu í Flóa

Athugið að ef apríl verður blautur þá er gott að mæta með stígvél.

Fuglalífið

Á þessum árstíma er fuglalífið í Friðlandinu í sínu fínasta pússi. Lómarnir fljúga um gólandi eða slást um varpstaði á tjörnunum, jaðarkanar, lóuþrælar, hrossagaukar og þúfutittlingar iðka söngflug sitt af krafti og ef við erum heppin, sýna fyrstu óðinshanar vorsins sig. Ýmsar endur, álftir, gæsir og fleiri vaðfuglar eru að búa í haginn fyrir varp eða fuglarnir eru þegar orpnir.

Álftir og lómar í Friðlandinu í Flóa.
Álftir og lómar í Friðlandinu í Flóa. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs að bænum Sólvangi og framhjá honum og síðan sem leið liggur norður Engjaveg framhjá Flóagaflshverfinu og stuttu síðar beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.

 

Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa
Fuglaskoðunarhús, Friðlandið í Flóa í febrúar © Ljósmynd: Dögg Matthíasdóttir

 

 

Dagur sjálfboðaliða

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Fuglavernd er rík af sjálfboðaliðum sem á hverju ári leggja starfseminni til tíma sinn og vinna ólaunuð störf í þágu fuglaverndar, búsvæðaverndar og leggja til starfskrafta sína í fræðslustarfsemi á vegum félagsins.

Á hverju ári koma sjálfboðaliðar saman til vorhreinsunar í Friðlandinu í Vatnsmýrinni fyrstu helgina í apríl, sá hópur hefur kallað sig Hollvini Tjarnarinnar. Í Friðlandinu í Flóa hafa sjálfboðaliðar tekið að sér að veita leiðsögn um friðlandið, vanalega annað hvort á laugardögum eða sunnudögum í júní.

Í vetrarstarfinu eru fræðslu- og myndakvöld veigamikill þáttur og allir þeir sem taka að sér að flytja erindi á vegum Fuglaverndar gera það í sjálfboðavinnu. Þegar félagið stendur fyrir kynningu á starfsemi sinni höfum við líka geta kallað til sjálfboðaliða til að standa vaktina. Þá er utanumhald á garðfuglatalningu sem stendur allan veturinn í 26 vikur og garðfuglahelgin síðustu helgina í janúar í höndum sjálfboðaliða. Fjölmargir ljósmyndarar leggja okkur lið á hverju ári með því að láta okkur í té myndir og myndefni til þess að vekja athygli á brýnum málefnum, allt í sjálfboðastarfi.

Síðast en ekki síst má nefna setu í stjórn félagsins sem er í sjálfboðastarfi þeirra sem gefa kost á sér. Stjórn félagsins vinnur ályktanir og sendir á opinbera hagsmunaaðila í stjórnsýslunni bæði hvað varðar löggjöf og skipulagsmál.  Stjórnarmenn vinna ötullega að fræðslu á vegum félagsins, með rannsóknum, skrifum og myndum en þess má geta að tímarit félagsins, Fuglar er allt unnið í sjálfboðavinnu þ.m.t. umbrot blaðsins.

Öllum sjálfboðaliðum sem hafa lagt okkur lið, færum við okkar bestu þakkir.

Til hamingju með daginn.

Lómur (Gavia Stellata) ©Alex Máni

Fuglaskoðun IV – Friðlandið í Flóa

Lómur (Gavia stellata) – Ljósmynd © Alex Máni Guðríðarson

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Laugardaginn 30. Júní 2018 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa. Leiðsögumaður að þessu sinni er Alex Máni Guðríðarson fuglaljósmyndari sem þekkir hverja þúfu og hvern poll í Friðlandinu.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn, sem var fugl ársins 2017 hjá Fuglavernd.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm, því það er frekar blautt á. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs  framhjá  bænum Sólvangi og áfram sem leið liggur norður Engjaveg, síðan er beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðun I – Friðlandið í Flóa

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Laugardaginn 2. Júní 2018 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari, höfundur Fuglavísis og formaður Fuglaverndar.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn, sem var fugl ársins 2017 hjá Fuglavernd.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm, því það er frekar blautt á. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs  framhjá  bænum Sólvangi og áfram sem leið liggur norður Engjaveg, síðan er beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa