Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Canon í Friðlandinu í Flóa / Uppselt

04.05.2019 @ 17:00 - 20:00

Skráning

Canon, Fuglavernd og Origo standa fyrir skemmtilegum viðburði í Friðlandinu í Flóa laugardaginn 4. maí nk. þar sem Canon notendum gefst kostur á að prófa mikið úrval af Canon ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur, við náttúrulegar aðstæður.

Þeir Jóhann Óli Hilmarsson og Alex Máni, sem báðir gjörþekkja Friðlandið í Flóa, verða þátttakendum innan handar og leiðbeina um helstu staði og umgengni um svæðið og starfsmenn frá Origo aðstoða með Canon búnað.

Viðburðurinn er aðeins fyrir Canon notendur og er mikilvægt að fólk komi með sinn eigin búnað.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig. Aðeins 30 sæti í boði.

Skráning á: Canon í Friðlandinu í Flóa

Athugið að ef apríl verður blautur þá er gott að mæta með stígvél.

Fuglalífið

Á þessum árstíma er fuglalífið í Friðlandinu í sínu fínasta pússi. Lómarnir fljúga um gólandi eða slást um varpstaði á tjörnunum, jaðarkanar, lóuþrælar, hrossagaukar og þúfutittlingar iðka söngflug sitt af krafti og ef við erum heppin, sýna fyrstu óðinshanar vorsins sig. Ýmsar endur, álftir, gæsir og fleiri vaðfuglar eru að búa í haginn fyrir varp eða fuglarnir eru þegar orpnir.

Álftir og lómar í Friðlandinu í Flóa.
Álftir og lómar í Friðlandinu í Flóa. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs að bænum Sólvangi og framhjá honum og síðan sem leið liggur norður Engjaveg framhjá Flóagaflshverfinu og stuttu síðar beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.

 

Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa
Fuglaskoðunarhús, Friðlandið í Flóa í febrúar © Ljósmynd: Dögg Matthíasdóttir

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
04.05.2019
Tími
17:00 - 20:00
Verð:
Skráning
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,

Skipuleggjendur

Fuglavernd
Origo

Staðsetning

Friðlandið í Flóa
Floi bird reserve Ölfus 816 Iceland + Google Map