Húsdúfa

Húsdúfa - Bjargdúfa
Húsdúfa eða bjargdúfa. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Húsdúfa ber fræðiheitið Columba livia og er af dúfnaætt (Columbidae).

Fræðiheiti: Columba livia.

Ætt: Dúfnaætt (Columbidae).

Einkenni: Grá að lit, ljósari á væng og baki en dökkgrá á höfði, hálsi og búk. Grænbláleit á hálsi.

Búsvæði: Húsdúfur er að finna í þéttbýli víðsvegar um landið. Húsdúfur eru komnar af bjargdúfum, en nú álíta menn að bjargdúfur verpi á nokkrum stöðum Austanlands. Þær leita í þéttbýli þegar vetur er harður. Um 500-1.000 varppör eru af húsdúfu og 50-250 af bjargdúfu.

Far: Staðfugl.

Varptími: Frá því í mars og fram í ágúst.

Fæða: Ýmis fræ, plöntur og smádýr. Koma í fuglafóður í görðum og taka þá brauð og fræ.

Bjargdúfan er nýlegur landnemi hér á landi. Bjargdúfur hafa orpið í klettum á nokkrum stöðum á Austurlandi, frá Berufirði norður í Norðfjörð í fáeina áratugi.  Á undanförnum árum hafa fuglarnir breiðst út suður til Hornafjarðar og til vesturs alla leið í Mýrdal og undir Eyjafjöll.  Þessi útbreiðsluaukning er talin fylgja aukinni kornrækt.  Húsdúfan er afkomandi bjargdúfunnar. Bréfdúfur eru húsdúfur, sem ræktaðar eru til kappflugs. Húsdúfum hefur markvisst verið útrýmt víða, t.d. í Reykjavík og á Innnesjum. Villtar húsdúfur fylla eingöngu fáeina tugi, meðan bjargdúfustofninn er einhvers staðar á milli 500 og 1000 varppör.