Í upphafi skyldi endinn skoða- málþing Fuglaverndar um vindmyllur / vindorkuver og áhrif þeirra á fugla.
Hér má svo finna nánari upplýsingar um málþingið.
Hér er upptaka af fundinum:
Í upphafi skyldi endinn skoða- málþing Fuglaverndar um vindmyllur / vindorkuver og áhrif þeirra á fugla.
Hér má svo finna nánari upplýsingar um málþingið.
Hér er upptaka af fundinum:
3. maí 2022 var kynningarkvöld á Canonvörum í húsnæði Origo í samstarfi við Fuglavernd. Kvöldið var vel sótt og
Alex Máni Guðríðarson, Daníel Bergmann og Sigmundur Ásgeirsson sýndu margar magnaðar ljósmyndir og sögðu skemmtilegar og áhugaverðar sögur á bak við þær.
Hómfríður Arnardóttir kynnti félagið og nokkrar vörur sem vefverslunin hefur ti l sölu.
Hér má skoða myndir frá kvöldinu
7. maí hélt kynningin áfram í Friðlandi Fugla í Flóa.
Hér má skoða myndband frá þeim degi.
Hér eru ljósmyndir af kynningunni í Friðlandinu.
2. júní mættu átta manns í fuglaskoðun í Friðlandi í Flóa og níunda manneskjan mætti til að stika gönguleiðina um Friðlandið. Göngustjóri var Anna María Lind Geirsdóttir sem hljóp í skarðið fyrir Trausta Gunnarsson. 4-5 m vindur var en annars milt og gott veður.
Fullt af lómum héldu uppi stuðinu með væli, korri og dirrindí. Tveir lómaungar sáust og margir lómar sem lágu stíft á . Meðal annara tegunda sem sáust og heyrðust þetta vorkvöld í mýrinni: Álft, æðarfugl, urtönd, lóa, hrossagaukur, fýll, sílamáfur, lóuþræll, jaðrakan, stelkur og óðinshani.
Eftir að lokað var fyrir aðgang að varpstæði stara undir stiganum við fuglaskoðunarhúsið voru settir upp varpkassar fyrir stara, í fyrra var enginn í þeim en þetta árið er kominn stari með hreiður. Hann var ekki ýkja hress með mannskapinn við húsið.
Tæplega 20 manns tók þátt í að tína rusl, leggja greinar á tjarnarbakka og snyrta til í friðlandinu í Vatnsmýrinni laugardaginnn 11. apríl s.l.
Það var léttksýjað og nokkur blástur en allir voru í föðurlandi og vel klæddir svo það kom ekki að sök. Nóg var af ruslinu en því miður gleymdist að mynda binginn.
Lóur voru komnar í mýrina svo og tjaldar og hrossagaukur.:
Urtönd 15
Rauðhöfði 9
Gargönd 1
Stokkönd 10
Hrossagaukur 1
Stari 150
Skógarþröstur 10
Hrafn 2
Skúfönd 7
Lóa 2
Tjaldur 2
Hin árlega garðfuglakönnunn hefst sunnudaginn 24. október, fyrsta sunnudag eftir upphaf vetrar.
Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.
Allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir og börn, sem hafa áhuga á fuglum og að fylgjast með fuglum. Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt.
Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.
Garðfuglakönnun – eyðublöð
Þrenns konar útgáfur verða af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá beint í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.
Garðfuglakönnun skráning 2021-2022 .pdf
Garðfuglakönnun skráning og leiðbeiningar 2020-2021
Garðfuglakönnun vikutalningarblað.pdf
Garðfuglakönnun lýkur síðan laugardaginn 23. apríl 2022.
Niðurstöður athugunar
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á fuglavernd@fuglavernd.is eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.
Það þarf að viðhalda fuglaskoðunarhúsinu, rampi og palli í Friðlandinu. Fyrsta laugardag í október hittist þriggja manna hópur í Friðlandinu í Flóa til að vinna að viðhaldi mannvirkjanna þar. Fyrr á árinu mætti hópur á staðinn og hreinsaði lausa málningu af rampi og palli. Haust hópurinn náði að skrapa enn fremur og olíubera allan rampinn og borð og bekk á pallinum. Eftir stendur þá að fínskrapa pallinn og húsið sjálft og síðan olíubera pallinn og mála húsið næst þegar gefur. Gert er ráð fyrir að það verði næsta vor.
Þrjár göngur hafa verið farnar í Friðlandið okkar á vegum Fuglaverndar í júní og júli.
Mikið var af óðinshönum í byrjun júní og álftarpar var á vappi á ýmsum stöðum í mýrinni. Skúfendur á tjörnum svo og rauðhöfðar. Órólegir þúfutittlingar við fuglskoðunarhúsið en væntanlega eru þeir með hreiður rétt hjá. Enginn stari, hann hefur móðgast þegar lokað var fyrir hreiðurstæði hans í þakskeggi undir stiganum. Honum hefur ekkert litist á varpkassana.
Lómarnir stela agjörlega senunni á kvöldin með sínum margbreytilegu hljóðum; kurri, góli, væli, mali og svo fram eftir götunum. Einnig er mikið fjör þegar 7 – 12 lómar safnast saman og skemmta sér á dæli eða tjörn.
Hópurinn í gærkvöldi var svo heppinn að sjá branduglu með æti í klóm væntanlega á leið heim til unganna og sá einnig álftapar með nokkura daga unga.
Sjöstjarnan sem vex af miklum móð í mýrinni hefur verið í blóma og mýrin virkilega verið stjörnum prýdd. Þessi planta er algengust á austurlandi en í Friðlandinu er hún út um allt. Um sjöstjörnuna
Fjallað var um Fugl ársins 2021 í vetrar tímariti Forest & bird sem gefið er út í Nýja Sjálandi. Þar er vissulega vetur nú.
Ef þið hafið hug á að skoða greinina þá getiði smellt á eftirfarandi hlekk og flettið síðan á bls. 8
Forest & Bird
Meðfylgjandi mynd er af Lóu- barmmerkinu sem Fuglavernd lét framleiða og er til sölu í netversluninni.
Stefnt er að því að halda aðalfund Fuglaverndar fyrir starfsárið 2020 fimmtudaginn 15. apríl nk. Staður og stund verða nánar auglýst síðar.
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út 14. febrúar.
Á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annað hvert ár gengur formaður úr stjórn. Í ár er sæti formanns laust og þrjú sæti í stjórn, en öll gefa kost á sér áfram. Sjá: Skrifstofa og stjórn.
Tillögum að breytingum á samþykktum félagsins þarf að skila inn fyrir 15. febrúar. Sjá: lög og siðareglur félagsins.
Framboðum í stjórn og breytingartillögum skal skilað með tölvupósti á netfang Fuglaverndar eða bréfleiðis til stjórnar.
Tölvupóstfang Ólafs Karls Nielsen formanns er okn@ni.is og félagsins fuglavernd@fuglavernd.is.
Í dag 2. febrúar er Alþjóðlegi votlendisdagurinn eða World Wetlands Day
Þennan dag árið 1971, var undirritaður alþjóðasamningur um verndun alþjóðlega mikilvægra votlendissvæða, einkum fyrir fuglalíf, og er hann kenndur við borgina Ramsar í Íran. Ísland gerðist aðili að Ramsarsamningnum árið 1978 og skuldbatt sig þar með til að setja verndun mikilvægra votlendissvæða í öndvegi.
Votlendissvæði eru afar mikivæg búsvæði margra fuglategunda, en stórfelld röskun þeirra um alla jörð hefur skaðað fuglalíf og stuðlað að mikilli aukningu á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland á líklega heimsmet í röskun votlendissvæða en um 70% votlendis á láglendi hefur verið raskað. Við höfum grafið skurði sem telja um 33.000 km, sem samsvarar rúmlega 80% af vegalengdinni umhverfis jörðina um miðbaug.
Enn eru uppi áform um stórfellda röskun á votlendi og má þar nefna Dyrhólaós í Mýrdal sem fyrirhugað er að rýra með nýrri vegarlagningu. Dyrhólaós og umhverfi hans er á Náttúruminjaskrá (svæði 708) og þar eru einu sjávarleirurnar sem finnast á Suðurlandi og því mikilvægt búsvæði fugla.
Fuglavernd leggst eindregið gegn þessum áformum og lýsir áhyggjum af því að veglagningin geti haft varanleg skaðleg áhrif á fuglalíf við ósinn eins og m.a. er bent á í nýlegri umsögn Fuglaverndar um fyrirhugaða færslu þjóðvegar (1) um Dyrhólaós í Mýrdal. Fuglavernd hvetur stjórnvöld til að hverfa frá fyrirhuguðum framkvæmdum og huga frekar að stækkun og friðlýsingu náttúruminjasvæðisins eins og Náttúrufræðistofnun hefur lagt til.
Á 50 ára afmæli Ramsarsamningsins er Ísland enn á þeim stað að meira er raskað af votlendi en nemur því sem er endurheimt. Með sama áframhaldi er hætt við að þess verði ekki langt að bíða að íslenskir skurðir muni samanlagt ná umhverfis jörðina.