Fuglaskoðun í Friðlandi Fugla í Flóa

2. júní mættu  átta manns  í fuglaskoðun í Friðlandi í Flóa og níunda manneskjan mætti til að stika gönguleiðina um Friðlandið. Göngustjóri var Anna María Lind Geirsdóttir sem hljóp í skarðið fyrir Trausta Gunnarsson.  4-5 m vindur var en annars milt og gott veður.

Fullt af lómum héldu uppi stuðinu með væli, korri og dirrindí. Tveir lómaungar sáust og margir lómar sem lágu stíft á . Meðal annara tegunda sem sáust og heyrðust þetta vorkvöld í mýrinni: Álft, æðarfugl, urtönd, lóa, hrossagaukur, fýll, sílamáfur, lóuþræll, jaðrakan, stelkur og óðinshani.

Eftir að lokað var fyrir aðgang að varpstæði stara undir stiganum við fuglaskoðunarhúsið voru settir upp varpkassar fyrir stara, í fyrra var enginn í þeim en þetta árið er kominn stari með hreiður.  Hann var ekki ýkja hress með mannskapinn við húsið.