Auðnutittlingur

Auðnutittlingur
Auðnutittlingur. Ljósmynd: Örn Óskarsson

Auðnutittlingur (Carduelis flammea) er af finkuætt (Fringillidae).

Fræðiheiti: Carduelis flammea.

Ætt: Finkuætt (Fringillidae)

Einkenni: Fíngerður og lítill fugl. Grábrúnleitur, flikróttur. Fullorðnir fuglar eru með rauðan blett á kolli. Talsverður breytileiki er í útliti auðnutittlinga á Íslandi.

Búsvæði: Skógar og kjarr, einnig í görðum.

Far: Staðfugl.

Varptími: Fyrri hluti maí og fram í byrjun júlí.

Fæða: Hryggleysingjar yfir varptímann en þar fyrir utan eru það fræ, sérstaklega birkifræ. Kemur í fuglafóður og virðast sækja sérstaklega mikið í sólblómafræ.

Stofnstærð:

EVRÓPA (VARPPÖR) ÍSLAND (VARPPÖR) ÍSLAND VETUR (EINSTAKLINGAR)
8.800.000-19.000.000 31.000 20.000-100.000