Fugl ársins 2022
Fugl ársins 2022 Fuglavernd hrindir af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð. Kynntar eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/, sem m.a. voru tilnefndir af þeim sem tóku þátt í fyrra. Í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.