Hleð Viðburðir

Komandi Viðburðir

Viðburðir Search and Views Navigation

Viðburður Views Navigation

október 2019

Hvert fara kjóarnir?

23. október @ 20:00 - 21:30
Þekkingarsetur Suðurnesja, Garðvegi 1 Sandgerði 245 + Google Map
Frítt
Kjóaungi ©Sölvi Rúnar Vignisson

Kjóinn er einn af einkennisfuglum Suðurnesja og einn af okkar áhugaverðustu farfuglum. Kjóinn hefur oft haft slæmt orð á sér fyrir að ræna ungum og eggjum annarra fugla en þegar hann er skoðaður í réttu ljósi sést hve ótrúlegt lífshlaup hvers einstaklings er. Þekkingarsetur Suðurnesja og Háskóli Íslands hafa stundað rannsóknir á farháttum kjóa frá árinu 2013. Í þessum fyrirlestri mun Sölvi Rúnar Vignisson kynna líf- og farhætti íslenska kjóans en fyrir þessa rannsókn var hið ótrúlega far hans lítið…

Lesa meira »

Opið hús, fyrsti vetrardagur

26. október @ 14:00 - 16:00
Hverfisgata 105, Hverfisgata 105
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Frítt
Fuglavernd verslun

Laugardaginn 26. október, fyrsta vetrardag, verður opið hús á skrifstofu Fuglaverndar frá kl. 14-16. Árleg garðfuglakönnun hefst um þessar mundir og hægt verður að fá leiðbeiningar um hvernig á að fylla út könnunina. Tilboð verður á vörum fyrir fuglafóðrun. Við hvetjum sem flesta áhugamenn um garðfugla og fuglafóðrun til að heimsækja okkur.

Lesa meira »

Garðfuglakönnun hefst

27. október
Landið allt
frítt
Skógarþröstur í október á Akureyri. © Eyþór Ingi Jónsson

Garðfuglakönnun Fuglaverndar árið 2019 hefst sunnudaginn 27. október. Daginn áður, laugardaginn 26. október verður opið hús, fyrsti vetrardagur á skrifstofu Fuglaverndar. Garðfuglakönnunin hefur verið gerð árlega allt frá 1994. Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er…

Lesa meira »
+ Export Events