Lundi með gogginn fullan af sandsíli. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.
Lundi með gogginn fullan af sandsíli. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Fuglavernd ásamt RSPB  Birdlife og Háskóli Íslands stóðu fyrir fundi dagana 22. – 23. mars  2017 um lundann og lífríkið sem er forsenda lífsbaráttu hans. 

Á fundinum komu saman 40 manns, vísindamenn frá Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, sérfrótt um lífríki hafsins og sérstaklega Norður- Atlantshafsins. Þetta er fyrsti fundur sinnar tegundar þar sem fólk í sjálfboðavinnu safnast saman til að leggja fram sína sérþekkingu til að reyna að leita svara við spurningunni um hnignun lundans og annarra sjófugla við Atlantshafið.  Staðsetning fundarins í Reykjavík skiptir miklu máli þar sem heimsstofn lundans er hér að mestu leyti og lundinn því íslensk ábyrgðartegund.

Loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar

Á dagskrá fundarinn voru loftslagsbreytingar og hlýnun sjávar ásamt rannsóknum um æti, fiskistofna og fleira.  Markmiðið er að deila þekkingu, bera kennsl á orsakir og mögulegar lausnir.

Í framhaldi fundarins er áfram unnið að því að finna samstarfsfleti og deila hugmyndum um hvernig fjármagna megi rannsóknir sem geti gagnast við að svara spurningunni um hversvegna lundanum hefur hnignað svona mikið. 

Fundarmenn í Reykjavík 22.-23. mars 2017.

Fréttir:

Maí 2017: Kastljós, Lundinn, viðtal við Freydísi Vigfúsdóttur

Mars 2017: Morgunblaðið, Miklar breytingar í hafinu.

Meira um lundann

Sjá: Lundinn

 

Síðast breytt: 30. júní 2020