Jólaopnun Fuglaverndar í Grasagarðinum í Reykjavík og fuglaskoðun krakka

Í stað jólaopnunar á Hverfisgötu verður Fuglavernd  í Grasagarðinum  3. desember í garðskálanum

Fuglavernd mun verða með ýmislegt á boðstólum:

-Fuglamatseðill til sýnis

-Fuglafóðrarar

-Fuglafóðurhús

-Fuglapóstkort/jólakort

-Fræðirit

-Kattakragar

-Sjónaukar

-…og fleira

Kl. 11 verður fuglaskoðun fyrir krakka á vegum Grasagarðsins.

Krökkum og fjölskyldum þeirra býðst að koma og kanna fuglalífið í garðinum og læra um fuglafóðrun. Þátttakendur eru hvattir til að koma með kíki með sér en einnig verður hægt að fá lánaðan kíki á staðnum.

Fuglaskoðunin hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11.

Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti til að borða í ljósum prýddum garðskálanum eftir fuglaskoðunina.

Þátttaka er ókeypis og hjartanlega velkomin!

Margar gerðir fuglafóðrara

Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðun I – Friðlandið í Flóa

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Laugardaginn 2. Júní 2018 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari, höfundur Fuglavísis og formaður Fuglaverndar.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn, sem var fugl ársins 2017 hjá Fuglavernd.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm, því það er frekar blautt á. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs  framhjá  bænum Sólvangi og áfram sem leið liggur norður Engjaveg, síðan er beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa

Fuglaskoðun í Flóa á sunnudag

Sunnudaginn 26. júní 2016 mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun númer þrjú í fuglafriðlandinu í Flóa. Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.
Álftapabbi með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir

Fuglaskoðunarbæklingur

Í tilefni af Fuglaviku í Reykjavík er kominn út nýr bæklingur er heitir FUGLASKOÐUN Í REYKJAVÍK. Í bæklingnum er greint frá helstu fuglaskoðunarstöðum í borginni og þeir sýndir á sérstöku korti. Jafnframt eru tilgreindar helstu tegundir fugla sem má sjá á hverjum stað. Bæklingurinn er ókeypis og aðgengilegur hér á vefnum en einnig í prenti í þjónustuveri borgarinnar í Borgartúni 12-14 sem og hjá okkur hér í Fuglavernd og á fleiri stöðum í borginni. Bæklingurinn er einnig gefinn út á ensku.

Hér má skoða bæklingana:

Fuglaskoðun í Reykjavík – á íslensku
Birdwatching in Reykjavík – á ensku

Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir

Fuglavika í Reykjavík

Reykjavíkurborg – Reykjavík – Iðandi af lífi- og Fuglavernd standa fyrir fuglaviku í Reykjavík dagana 17.-23. október þar sem boðið verður uppá margs konar fræðsluviðburði með það að markmiði að vekja athygli á því fjölskrúðuga fuglalífi sem glæðir borgina árið um kring.

Fuglavikan hefst með málþingi í Norræna húsinu, undir yfirskriftinni Fuglar í borg. Þar verður sagt frá skemmtilegum fuglaskoðunarstöðum í borginni, rætt um búsvæði og vernd og einnig verður rætt um fuglatengt starf með leikskólabörnum.

Þá verður boðið upp á fuglaskoðun á ólíkum stöðum í borginni alla fuglavikuna, þar sem ein þeirra verður á ensku. Einnig er nýr fræðslubæklingur í smíðum um fuglaskoðunarstaði í Reykjavíkurborg og verður bæklingurinn gefinn út bæði á íslensku og ensku.

Málþingið verður haldið laugardaginn 17. október undir yfirskriftinni “Fuglar í borg” og byrjar klukkan 13:00 í Norræna húsinu. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þrjú erindi verða á málþinginu.
Fuglar og búsvæði borgarinnar – Snorri Sigurðsson.
Mínir fuglaskoðunarstaðir –  Elma Rún Benediktsdóttir.
Fuglavinna með börnum – Sigrún Björg Ingþórsdóttir.

Fuglaskoðanir
Laugardaginn 17.okt. Fuglaskoðun – Vatnsmýrin / Tjörnin kl.15:00

Við byrjum á að skoða fugla í Vatnsmýrinni – lagt af stað frá Norræna húsinu beint eftir málþingið kl.15:00. Edward Rickson leiðir gönguna.

Sunnudaginn 18. okt. Fuglaskoðun – Strandfuglar í Skerjafirði kl.15:00
Hist við Skeljanes í Skerjafirði við strætóskýlið. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum allan ársins hring. Börn eru sérstaklega boðin velkomin :-). Hópinn leiða þau Ásgerður Einarsdóttir og Snorri Sigurðsson.

Mánudaginn 19. okt. Fuglaskoðun á ensku –  Tjörnin kl.13:00
Hist við Ráðhús Reykjavíkur.

Þriðjudaginn 20. okt. Fuglaskoðun við Elliðavatn
Hist við Elliðavatnsbæinn – kl 16:15. Á haustin og veturna halda ýmsar andategundir sig við vatnið. Einnig verður leitað að skógarfuglum.

Miðvikudaginn 21. okt. Fuglaskoðun – Laugarnes kl.13:00
Hist við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Snorri Sigurðsson leiðir fuglaskoðunina. Laugarnes er heppilegur staður til að horfa yfir sundin og fylgjast með sjófuglum.

Fimmtudaginn 22. okt. Garðfuglar og fóðurgjafir – Grasagarður Reykjavíkur kl.10:00
Fuglafræðsla í Grasagarði Reykjavíkur. Hist við innganginn í garðinn.

Föstudaginn 23. okt. Fuglaskoðun – Elliðaárdalur kl.14:00
Hist við Árbæjarstíflu. Anna María Lind Geirsdóttir leiðir fuglaskoðunina og eru börn boðin hjartanlega velkomin ásamt foreldrum eða kennurum.

 Munum að klæða okkur eftir veðri – og taka sjónauka og jafnvel fuglabók með.