Verslun Fuglaverndar verður lokuð vegna sumarfríia 1. - 31. júlí. .Síðasti afgreiðsludagur fyrir frí er 30. júní. Ef þig vantar kattakraga í júlí þá er hægt að kaupa þá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Sumarkveðjur, Fuglavernd. Loka
Með styrk frá Mossy Earth eru Fuglavernd, Land og skógur og Hafrannsóknarstofnun: Haf og vatn að endurheimta votlendi á Mýrunum á Vesturlandi .
Á heimasíðu Mossy Earth má lesa í máli og myndum um verkefnið sem mun m.a. greiða álum leið um votlendið, auka fjölda fugla sem sækja í votlendi sem búsvæði og auka fjölbreytni lífríkis sem að þrífst í votlendi.
Samstarfsverkefni náttúruverndarfélaga á Íslandi og í Póllandi.
Fuglavernd hefur um skeið unnið að endurheimt votlendis í nafni votlendisfugla og sumarið 2022 fékkst styrkur frá nokkrum erlendum aðilum til samstarfs á milli Póllands og Íslands um málefni votlendis og til miðlunar reynslu og þekkingar á málaflokknum. Héðan fóru nokkrir aðilar frá Landgræðslunni, Landbúnaðarháskólanum og Fuglavernd til Póllands til að skoða mismunandi endurheimtar verkefni, m.a. í Poleski þjóðgarðinum. Eitt verkefnanna í Póllandi beindist sérstaklega að því að endurheimta búsvæði fenjasöngvarans (aquatic warbler), einn sjaldgæfasti söngfugl Evrópu, sem greinilega hafði tekist vel þar sem gestirnir frá Íslandi fengu bæði að sjá og hlýða á fuglinn.
Aquatic warbler eða Fenjasöngvari, (Acrocephalus paludicola), myndin fengin af síðu RSPB
Íslendingar í Póllandi að læra af kollegum. Ljósmynd; Hólmfríður Arnardóttir
Vettvangsferð með gestum frá Póllandi og Hvíta Rússlandi - Sunna Áskelsdóttir
Sunna Áskelsdóttir annar skýrsluhöfunda sýnir hópnum sýnishorn af jarðvegslögum. Ljósmynd; Hólmfridur Arnardottir
Seinna sama ár komu svo kollegar okkar frá Póllandi til að kynna sér aðstæður á Íslandi og ýmis áhugaverð svæði skoðuð, m.a. endurheimt votlendis í Friðlandinu í Flóa og að Sogni í Ölfusi. Af þessu samstarfi og samanburði á aðstæðum í Póllandi og Íslandi varð til skýrslan „ Hands-on manual on Re-Wetting“ sem þau Sunna Áskelsdóttir hjá Landi og skógi og Pawel Pawlaczyk frá pólsku samtökunum Klub Przyrodników skrifuðu. Skýrslan er nú komin út á netinu og má sjá hér en enn sem komið er bara á ensku: Hands-on Manual on Re-Wetting. Exchange of Icelandic and polish experience in peatland restoration for biodiversity and climate.
Við Sogn er að finna eldra grágrýti, þar sem basísk og ísúr gosberg auk setlaga eru ríkjandi. Jarðvegurinn, sem Sunna sýnir hópnum, er einkennandi fyrir svæðið, þar sem svartjörð og brúnjörð eru algengar. Svartjörð svipar mjög til mójarðar en inniheldur ekki jafn mikið af lífrænum efnum. Engu að síður er svæðið tilvalið fyrir votlendisendurheimtarverkefni, sem mun nýtast fuglum, auka líffræðilega fjölbreytni og draga úr losun frá landi.
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna