Klettarindill. Ljsm Michael Ashbet

Klettaprílari, piwauwau, fugl ársins Nýja Sjálandi.

Hann er rindill en samt brattur sigurvegari nýsjálensku keppninnar um fugl ársins 2022.

Leiðrétting barst í dag 22. nóvember frá Yann Kolbeinssyni , líffræðingi hjá Náttúrstofu Norðausturlands:

Langaði að benda á að þessi tegund sem um ræðir í fréttinni (South Island Wren, https://ebird.org/species/soiwre1) heitir klettaprílari á íslensku. Hann er alls óskyldur íslenska músarrindlinum, enda í annarri ætt fugla (klifurrindlaætt, Acanthisittidae). Músarrindill er í rindlaætt (Troglodytidae). Þrátt fyrir heitin eru þessar tvær ættir ansi fjarskyldar. Klettarindill er allt önnur tegund sem finnst í Norður Ameríku (https://ebird.org/species/rocwre/).“

Klettaprílarinn, Xenicus gilviventris, er sem sagt fugl ársins á Nýja Sjálandi.

Fugl ársins á heimasíðu nýj sjálenska fuglaverndarfélagsins Forest & Bird

Veljið hófsemi við rjúpnaveiðar!

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember – 4. desember í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudegi til og með þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan að birtu nýtur.

Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu.

Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og fyrir hendi er stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting.

Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2022 

Tillögur Umhverfisstofnunar um veiðistjórnun á rjúpu 2022

Ráðlögð veiði úr stofninum á þessu ári er um 26 þúsund fuglar, en stærð rjúpnastofnsins hefur dregist saman síðustu ár.

Fuglavernd hvetur veiðimenn að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi en slæmt tíðarfar í vor og sumar er líklegasta skýringin á viðkomubrestinum.

Veiðimenn eru hvattir  til þess að flykkjast ekki á Norðausturlandið til veiða og eru veiðimenn á því svæði hvattir sérstaklega til að sýna hófsemi.

Er veiðimönnum bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru þeir hvattir til góðrar umgengi um náttúru landsins.

 

Skógarþröstur

Garðfuglakönnun 2022-23 hefst 30. október

Ljsm. Sindri Skúlason, skógarþröstur.

Garðfuglakönnun er árlegur viðburður Fuglaverndar sem snýst um að telja fugla í garðinum sínum. Fuglar heimsækja mest þá garða þar sem fóður stendur til boða. Könnunin er ætluð öllum sem hafa áhuga á fuglum og er ekki ýkja flókin þó hún virðist vera það við fyrstu sýn.

Það er hægt að telja fugla daglega, vikulega t.d. bara um helgar.

Eyðublöð eru tilbúin á heimasíðu Fuglaverndar sem hægt er að hlaða niður og prenta út ef vill.

Fyrir daglega notkun er oft handhægara að nota rissblað eða stílabók. Dæmi um skráningarblað sem maður notar daglega hér fyrir neðan. Þar sést t.d. að fyrst sáust 5 starar og það var skráð. En þegar næst var skoðað, skömmu seinna, voru þeir orðnir 12. Þá leggur maður ekki saman fimm og tólf heldur notar hærri töluna tólf sem fjölda stara þennan dag. Á þessu blaði eru skráðir þeir fuglar sem eru venjulega í görðum en það geta verið aðrar tegundir sem heimsækja garða reglubundið.  Þegar vikan er liðin tekur maður saman tölurnar, hæstu tölur hverrar tegundar, og færir inn í eyðublaðið sem finna má hér.

Það er ágætt að undirbúa garðfuglakönnunina með því að byrja að æfa sig í talningu og skráningu og þeir sem  fóðra fugla geta hafið fóðrun nokkrum dögum fyrir. Það má nefna að fólk sem bæði fóðrar fugla og tekur þátt í garðfuglakönnuninni lærir ótrúlega mikið um hegðun ýmissa fuglategunda bara með því að fylgjast með þeim.

Hvað gefur maður garðfuglum að éta? Hér eru upplýsingar

Fuglavernd selur einnig prentaða bæklinginn Garðfuglar í vefversluninni

Fuglavernd á Arctic Circle laugardag 15. október

Fuglavernd mun taka þátt í Hringborði norðurslóða / Arctic Circle  þetta ár í samvinnu við RSPB, The Royal Society for the Protection of Birds.

Dagskrá Fuglaverndar og RSPB á Arctic Circle 15. október 2022 :
11:05 – 12:00

Glíma við loftlagsbreytingar og tap á líffræðilegum fjölbreytileika á norðlægum slóðum og víðar.

TACKLING BIODIVERSITY LOSS AND CLIMATE CHANGE TOGETHER IN THE
ARCTIC AND BEYOND –

Staðsetning: Salurinn Akrafjall, Harpa

● Pawel Wasowicz, Botanist, Icelandic Institute of Natural History;
Chair, Group of Experts on Invasive Alien Species of the Bern
Convention: How to Save the Planet and not Ruin the
Environment?
● Kenna Chisholm, Area Manager, RSPB Scotland; Flow Country
Partnership, United Kingdom: The Flow Country: Lessons
Learned in Scaling up Habitat Restoration – for People, Climate
and Nature
● Jeremy Roberts, Programme Manager, Cairngorms Connect,
Endangered Landscapes Programme, RSPB Scotland:
Cairngorms Connect – the UK’s Biggest Habitat Restoration
Project – for Biodiversity, Climate and People
● Jonathan Spencer, Independent Adviser, Ecologist and
Re-wilding Consultant, NA, United Kingdom: Ecosystem
Restoration Options that Could Shape the Future Landscape of
the Arctic – with Multiple Benefits
Chair: Tómas Grétar Gunnarsson, Director, the South Iceland
Research Centre, University of Iceland: Tackling Biodiversity
Loss and Climate Change Together in the Arctic and Beyond

Hefurðu áhuga á fuglum? Taktu þátt í Fuglavernd

Hefurðu áhuga á fuglum? Taktu þátt í Fuglavernd

Langar þig að kynnast fólki sem hefur gaman að  því að fara út með sjónauka og horfa á fugla?

Þá er Fuglavernd rétti vettvangurinn fyrir þig. Fyrir utan að kynnast fólki með sama áhugamál þá muntu styrkja félag  sem:

Starfar að  vernd fuglategunda sem eru í útrýmingarhættu á Íslandi, bæði stað- og farfugla.

Rekur friðlönd fyrir fugla: Sjálfboðaliðar koma að viðhaldi þeirra.

-Vinnur að fræðslu um fugla og búsvæði þeirra: Sjálboðaliðar leiða fuglaskoðanir t.d. í Friðlandi í Flóa.

Heldur myndasýningar um fugla: Sjálfboðaliðar Fuglaverndar sýna myndir og segja frá. Frítt inn fyrir félaga en myndasýningarnar eru einnig opnar almenningi sem greiðir aðgangseyri.

Fuglavernd er vettvangur fyrir fólk sem hefur áhuga á fuglum og náttúruvernd.

Hér geturðu skráð þig í félagið.

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn.

Stofnstærð rjúpu hefur verið ofmetin

Fuglavernd sendi 5. nóvember 2022 erindi til Umhverfisstofnunar vegna tillagna stofnunarinnar sem hún sendi umhverfisráðuneytinu í vikunni, erindið er svohljóðandi:
Í tillögum Umhverfisstofnunar til ráðherra umhverfis- og auðlindamála frá 4. október varðandi veiðifyrirkomulag á rjúpu er lagt til að fjölga veiðidögum rjúpu frá því í fyrra.

Fuglavernd mótmælir þessu harðlega og félagið vill benda á eftirfarandi:
• Viðkomubrestur var hjá rjúpu á Norðausturlandi og viðkoman var léleg á Vesturlandi. Ástandið í öðrum landshlutum er óþekkt. Hér á varúðarreglan að gilda (e. precautionary principle) við alla ákvarðanatöku.
• Miðað við nýlega greiningu á stofnstærð rjúpu og veiðiafföllum, þá hefur stofnstærð rjúpu verið ofmetin og veiðiafföll vanmetin með þeim aðferðum sem NÍ hefur beitt frá 2005 (Rit LbhÍ 141 sjá https://www.lbhi.is/skolinn/rannsoknir/utgefid-efni). Veiðiafföllin samkvæmt þessu nýja mati eru við eða vel ofan við þau mörk sem t.d. Norðmenn meta sem ásættanleg.

Í ljósi þessa ætti frekar að fækka leyfilegum veiðidögum en að fjölga þeim líkt og tillögur UST gera.

Taktu þátt í Fuglavernd; friðlönd

Loftmynd af Friðlandi í Flóa. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson.

Loftmynd af Hafnarhólma. Ljósmynd: ©Daníel Bergmann.

Fuglavernd rekur friðlönd fyrir fugla og hvetur til að  miklvæg svæði verði vernduð með tilliti til  fugla:

Félagar eru um 1300. Félagið heldur myndasýningar og fyrirlestra um fugla og fer í fuglaskoðun með félögum. Það gefur út tímaritið FUGLAR sem fjallar um fugla og málefni tengd fuglum.
Fuglavernd er aðili að Birdlife International sem eru samtök fuglaverndarfélaga um allan heim.

Með aðild tekur þú þátt í fugla- og náttúruvernd, vertu með í Fuglavernd!

ljsm. Guðrún Lára Pálmarsd. Fuglaskpun Friðlandi Flóa

Taktu þátt í Fuglavernd

Taktu þátt í Fuglavernd!

Hvað er Fuglavernd?
Í stuttu máli: Fuglavernd eru frjáls félagasamtök á sviði náttúruverndar. Félagið var stofnað 1963 af áhugamönnum um verndun hafarnarins. Fuglavernd vinnur að því að fuglar og búsvæði þeirra skaðist sem minnst vegna framkvæmda.
Fuglavernd er aðili að Birdlife International sem eru samtök fuglaverndarfélaga um allan heim.
Félagar eru um 1300. Félagið heldur myndasýningar og fyrirlestra um fugla og fer í fuglaskoðun með félögum. Það gefur út tímaritið FUGLAR sem fjallar um fugla og málefni tengd fuglum.
Með aðild tekur þú þátt í fugla- og náttúruvernd.
Hér geturðu sótt um félagsaðild
Hér geturðu lesið um HAFÖRNINN á heimasíðu Fuglaverndar

 

Ástand fugla heimsins

Nýtkomin skýrsla samtakanna BirdLife International lýsir ástandi fugla um heim allan. Fuglavernd hefur verið aðili að samtökunum frá byrjun þessarar aldar og fullgildur aðili frá 2016.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa skýrsluna geta lesið úrdrátt á heimasíðu Birdlife International eða hlaðið niður allri skýrslunni þar. 

Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar má lesa válistaskrá fugla á Íslandi. 

Samtökin BirdLife International eru 100 ára gömul á þessu ári. Um hádegisbil árið 1922 kom hópur fólks saman í Glasgow, Skotlandi. Það sem sameinaði þau var ástríða þeirra fyrir fuglum. Þau hittust heima hjá sir Robert Horne sem var þingmaður fyrir Glasgow á þeim tíma. Hópurinn ákvað að sameinaðra alþjóðlegra aðgerða væri þörf til að vernda fugla gegn ógnum sem að þeim stæðu og þar með var Alþjóðlegt ráð fyrir verndun Fugla, The International Council for Bird Preservation (ICBP)) stofnað. Það heitir nú Birdlife International.

Hér má lesa nánar um sögu  BirdLife International

…fimur og fínlegur spörfugl, hvítur með „svarta húfu og gráleitt sjal“

Ljsm. Ingi Steinar Gunnlaugsson

Fugl ársins 2022 er Maríuerla, Motacilla alba. Hún er fimur og fínlegur spörfugl, hvít með „svarta húfu og gráleitt sjal“. Stélið er langt og svart og tifar gjarnan upp og niður.

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð. Fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og þurfti ekki talsmann til að sigra keppnina með yfirburðum og 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar, himbrimi og auðnutittlingur, með 14% atkvæða hvor um sig. Alls kusu 2100 mannns um fugl ársins 2022.

Um maríuerluna

Maríuerla dvelur í Afríku á veturna en algengt er að finna hana hér á landi í kring um mannabústaði, frá vori og fram á haust. Hún er nokkuð gæf og virðist trygg sínum heimahögum. Hún lifir á smádýrum sem hún veiðir á flugi eða á hlaupum, er iðin, sítifandi og flögrandi í leit sinni að æti. Maríuerlan hefur sigrað hjörtu íslendinga fyrir löngu ef marka má ljóðabrot Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum (1899-1946).

Maríuerla við hreiður
Ljsm Helga Guðmundsdóttir. Maríuerla við hreiður

Máríuerla
Sendir drottins móðir, Maríá,
mildar gjafir himni sínum frá.
Flaug úr hennar hendi vorsins perla,
heilög dúfa, lítil maríuerla.

Létt á flugi, kvik og fjaðurfín
flýgur hún um auðan geim til þín.
Í veggnum þínum vill hún hreiður búa,
varnarlaus á þína miskunn trúa.

Dável svarta húfan henni fer,
hneigir kolli ákaft fyrir þér.
Strá úr veðurbörðu, bleiku sefi
ber hún eins og friðargrein í nefi.

Sérhvert vor um varpa og bæjarhól
vappar söngvin erla á gráum kjól,
flögrar eins og bæn um geiminn bláa,
bæn fyrir hinum varnarlausa smáa.

 

Um keppnina Fugl ársins

Markmiðið með keppninni er að draga fram og kynna nokkrar fuglategundir sem finnast hér á landi, fjalla um stofnstærðir, búsvæði, fæðuval og verndarstöðu. Með þessu vill Fuglavernd leggja sitt af mörkum til að efla fræðslu, samtal og umfjöllun um stöðu fuglastofna og um mikilvægi fugla í lífríkinu.

Í hópi þeirra 20 tegunda sem tóku þátt þetta árið og lesa má um á www.fuglarsins.is eru eftirfarandi tegundir sérstakar deilitegundir, sem þýðir að þær eru einskonar staðbundin fjölskylda sem verpur að stærstu eða öllu leiti hér á landi og hefur þróað með sér útlit frábrugðið öðrum stofnum, en þeir eru: auðnutittlingur, hrossagaukur, jaðrakan, lóuræll, músarrindill, rjúpa og skógarþröstur.
Þá eru þó nokkrar tegundir af þessum tuttugu á válista hér á landi samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands: Lundi er í bráðri hættu, kjóinn er í hættu, himbrimi, hrafn, kría, súla og toppskarfur í nokkurri hættu og að lokum eru rjúpa og silfurmáfur í yfirvofandi hættu.

Fuglavernd óskar Íslendingum til hamingju með Maríuerluna, Fugl ársins 2022!