Vorverk í Vatnsmýrinni 2024 undir bláhimni

Laugardaginn 6. apríl mættu hinir frábæru sjálfboðaliðar Fuglaverndar í Vatnsmýrina í Reykjavík og tóku til hendinni.  Menn sammæltust um að minna rusl var þetta vorið í mýrinni en mörg vor og alls engin kóvíd-gríma fannst. Ein líkleg skýring á minna ruslmagni var að lægðir þennan vetur höfðu verið færri svo að minna rusl var á ferðinni.

Sjálboðaliðar Fuglaverndar eru að sönnu ómissandi  og eru allir félagar að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir  þegar við auglýsum eftir sjálboðaliðum.