Snjótittlingur

Snjótittlingur
Snjótittlingur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Snjótittlingur ber fræðiheitið Plectrophenax nivalis og er af tittlingaætt (Eberizidae).

Fræðiheiti: Plectrophenax nivalis.

Ætt: Tittlingaætt (Eberizidae).

Einkenni: Karlfuglinn er svartur og hvítur að sumri. Bústinn fugl að sjá. Kynin eru lík að lit að vetri, brúnleit að ofan en ljós að neðan. Hvítir blettir í vængjum áberandi á flugi, ekki eins áberandi hjá xxx.

Snjótittlingar í tré
Snjótittlingar í tré. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Búsvæði: Frekar sjaldgæfur varpfugl á láglendi nema við ströndina. Verpa víða til fjalla.

Far: Staðfugl að mestu. Hluti stofnsins hefur vetursetu í Skotlandi. Grænlenskir fuglar kom til Íslands og hafa hér vetrardvöl.

Varptími: Síðari hluti maí og fram í júlí.

Fæða: Aðallega fræ. Smádýr yfir varptímann. Kemur mikið í fuglafóður, sérstaklega ef jarðbönn eru.

Stofnstærð: Giskað hefur verið á að íslenski snjótittlingastofninn sé 50.000−100.000 pör (Umhverfisráðuneytið 1992) en nýtt mat Náttúrufræðistofnunar er 136.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017). Auk íslenskra varpfugla er líklegt að grænlenskir snjótittlingar hafi hér vetursetu og eins fara þeir hér um á leið sinni til og frá vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Snjótittlingum hefur greinilega fækkað í lágsveitum eftir aldamótin 2000, t.d. suðvestanlands og sums staðar á hálendinu, svo sem í Veiðivötnum (Örn Óskarsson, óbirt heimild). Staðfugl að mestu en hingað koma og fara um fuglar frá Grænlandi og e.t.v. víðar.

EVRÓPA (VARPPÖR) ÍSLAND (VARPPÖR) ÍSLAND VETUR (EINSTAKLINGAR)
680.000-1.700.000 136.000 100.000-300.000

Fuglafóður

Í vefversluninni má kaupa fuglafóður sem hentar snjótittlingum, kurlaður maís og sólblómafræ án hýðis.