Silkitoppa. ©Jóhann Óli Hilmarsson

Garðfuglahelgi 2024

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Fyrstu skrefin í garðfuglatalningu

Fyrir börn og fullorna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið: Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf   sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.

Einnig er hægt að kaupa eftirfarndi tvær bækur í vefverslun Fuglaverndar til að átta sig á fuglum og garðfuglafóðrun. þær eru ekki mjög þykkar og þægilegar að hafa við hendina jafnt inni sem úti:  “Væri ég fuglinn frjáls”  og  "Garðfuglar"

Skráning og skilafrestur

Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.

Garðfuglahelgin janúar 2024 rafræn skráning athuguna. 

Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði:

Garðfuglahelgin – eyðublað.pdf (92 kB) 

Garðfuglahelgin – eyðublað.docx (75 kB)

Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.

Skilafrestur er til og með 15. febrúar 2024

 

Lestu meira um fóðrun garðfuglagarðyrkju í fuglagarðinum og garðfuglategundir.

Í vefversluninni okkar fást bæði fuglafóðurfuglafóðrarar og  fuglahús , bókin “Garðfuglar” og bókin “Væri ég fuglinn frjáls”,  um fyrstu skrefin í fuglaskoðun.

Einnig er að finna alls konar fóðrara og fóðurhús  í vefversluninni. 

Svartþrestir sjást víða

Niðurstöður Garðfuglahelgi Fuglaverndar janúar 2023

Þátttaka þessa athugunarhelgi var bærileg, fylgst var með fuglum á 52 athugunarstöðum sem flestir voru á höfuðborgarsvæðinu eða Suðurlandi, best var þátttakan í Garðfuglahelgi árið 2010 þá var fylgst með fuglum í 263 görðum.  Þátttakendur voru 65 að þessu sinni.  Þeir sáu 17 tegundir fugla, sem er aðeins lægra en meðaltalið (17,7) og alls voru 3133 einstaklingar taldir (1. tafla).  Á einum stað sást enginn fugl, en annars sáust á bilinu 1-320 fuglar, en 59 fuglar voru að meðaltali í athugunargörðunum.  Svartþröstur er nú orðinn helsti garðfuglinn, þeir sáust á flestum stöðum (71,7%), stari var næstur í röðinni og var hann á 66% athugunarstaða.  Mun fleiri starar sáust en svartþrestir, en eins og mönnum er kunnugt þá er starinn meiri hópfugl en svartþrestir og koma þeir oftar en ekki nokkrir saman þegar þeir mæta á fóðurstað.  Álíka margir skógarþrestir sáust og svartþrestir en þeir voru á færri athugunarstöðum, rétt rúmlega helmingi þeirra.  Auðnutittlingar voru skráðir hjá tæplega helmingi athugenda, en þeir voru nokkuð margir, einungis snjótittlingar og starar voru fleiri.  Hrafnar sáust nokkuð víða en aðrir fuglar voru sjaldséðari, nema bjarg/húsdúfur.  Átta tegundir sáust einungis hjá einum athugenda (1. tafla).  Þar af voru fjórar tegundir sem eru flækingsfuglar; fjallafinka, glóbrystingur, hettusöngvari, og silkitoppa.