Árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst á sunnudaginn, 25. október.
í ár viljum við hvetja sem flesta sem fóðra fugla í görðum sínum til þess að taka þátt. Samfélagsvísindi af þessu tagi geta skipt sköpum fyrir náttúruna.
Nánari upplýsingar:
Árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst á sunnudaginn, 25. október.
í ár viljum við hvetja sem flesta sem fóðra fugla í görðum sínum til þess að taka þátt. Samfélagsvísindi af þessu tagi geta skipt sköpum fyrir náttúruna.
Nánari upplýsingar:
Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni.
Kettir veiða helst algenga garðfugla: (smellið á tegundina til að sjá varptíma)
Í Bandaríkjunum árið 2013 hjá The Smithsonian Conservation Biology Institute and the U.S. Fish and Wildlife Service var gerð rannsókn. Þar var talið að útikettir drepi um 2, 4 milljarða fugla á hverju ári og séu þar stærsta dánarorsök af mannavöldum í landinu. Síðan þá hafa svipaðar niðurstöður komið fram í Kanada og í Ástralíu.
Meira um rannsóknirnar:
The impact of free-ranging domestic cats on wildlife of the United States
Estimated Number of Birds Killed by House Cats (Felis catus) in Canada
How many birds are killed by cats in Australia?
Þá hafa kattakragar verið að gefa góða raun við fælingarmátt. Kattarkragar eru í skærum litum og gera það að verkum að rándýrinu tekst síður að læðast að bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra liti mjög vel.
Rannsóknir sýna að kettir með kraga drepa allt að 19 sinnum færri fugla en kettir sem eru ekki með kraga. Þá hafa kragar sem eru marglitir (regnbogalitir) gefið betri árangur en rauðir eða gulir.
Meira má lesa um kattarkraga:
Birds be safe: Can a novel cat collar reduce avian mortality by domestic cats (Felis catus)?
Kattarkraga má víða finna í vefverslunum t.d. birdsbesafe.com
Að vanda er árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar síðustu helgina í janúar.
Fimmtudagskvöldið 25. október verður opið hús hjá Fuglavernd á skrifstofu félagsins að Hverfisgötu 105 2. Hæð, 101 Reykjavík.
Spjall á léttu nótunum, þar sem við ætlum að hittast og deila reynslu af fuglafóðrun. Reyna að svar spurningum eins og:
Garðfuglakönnun Fuglaverndar verður kynnt og hægt að sjá hvernig á að fylla út talningarblöð.
Garðfuglakönnunin hefst þann 28. október 2018 þennan veturinn og talningin stendur í 26 vikur.
Allir velkomnir, jafn félagsmenn sem utanfélagsmenn.
Undir Verkefnin>Garðfuglar höfum við sett inn myndband um garðfugla og fóðrun þeirra.
Örn Óskarsson, http://ornosk.com/ hélt fræðsluerindi um garðfugla og fóðurgjafir fimmtudagskvöldið 25. janúar 2018. Í erindinu fjallar hann um helstu tegundir garðfugla á Íslandi, fóðurgjafir, vatn, hreinlæti og allt það helsta sem skiptir máli.
Þá viljum við minna á að í vefversluninni okkar finnur þú fuglafóður og fuglahús til styrktar félaginu.
Bæklingurinn Garðfuglar er nú fáanlegur í vefverslun okkar í nýrri og endurbættri útgáfu. Bæklingurinn eru 24 bls. af fróðleik um fuglategundir sem vænta má í görðum, um fuglafæðu og hvaða gróðurtegundir gera garðinn aðlaðandi fyrir fuglalíf. Bæklinginn prýða bæði teiknaðar skýringarmyndir , m.a. eftir Jón Baldur Hlíðberg, og ljósmyndir eftir nokkra félagsmenn, þá Daníel Bergmann, Hrafn Óskarsson, Jóhann Óla Hilmarsson, Sindra Skúlason og Örn Óskarsson.
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar er nú um helgina, frá 26. -29. janúar. Á þessum tíma í janúar er fjöldi fugla í görðum í hámarki og farfuglarnir ekki komnir til landsins. Athuganir garðfuglahelgarinnar gefa því vísbendingar um tegundir og fjölda fugla um hávetur á Íslandi.
Fyrirmynd garðfuglahelgarinnar er komin frá RSPB en í Bretlandi hefur garðfuglahelgin verið haldin frá árinu 1979 en hefur verið haldin hér á landi frá árinu 2004.
Veldu þér klukkutíma einhvern daganna um þessa helgi og fylgstu með fuglunum í garðinum þínum. Aðeins á að skrá fjölda fugla af ákveðinni tegund sem sjást saman í garðinum, ekki á að telja þá fugla sem fljúga hjá. Best er að tilkynna fjölda flestra fugla sem koma og setjast í garðinn. Það má nefnilega ekki leggja saman, það er gert til þess að forðast tvítalningar á sama fuglinum, sem ef til vill kemur á 15 mínútna fresti í garðinn. Þá er hann skráður sem einn fugl en ekki fjórir. Ef fjöldi fuglanna er slíkur að það getur verið erfitt að telja kvika smáfugla, er gott hjálpartæki að taka mynd og telja fuglana sem sjást á henni.
Fyrir börn og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í fuglaskoðun, þá höfum við útbúið:
Garðfuglar – Hjálparblað með myndum.pdf sem hægt er að prenta út og nota við talninguna.
Niðurstöðurnar getur þú skráð rafrænt hér:
Garðfuglahelgin 2018, rafræn skráning athugana
Í vefversluninni okkar finnur þú líka fuglahús og fuglafóður.
Auðnutittlingar. © Örn Óskarsson
Fimmtudagskvöldið 25. janúar verður haldið fræðslukvöld um garðfugla hjá Fuglavernd.
Hvar: Sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
Hvenær: Kl. 20:00
Örn Óskarsson félagsmaður og umsjónarmaður garðfuglakönnunar Fuglaverndar heldur framsöguerindi um garðfugla, greiningu tegunda og fóðrun þeirra. Að erindinu loknu verður einnig hægt að spyrja spurninga og opið verður á skrifstofu Fuglaverndar, er þar á kaupa fóðurhús, fuglahús, fóðrara og fuglafóður til styrktar félaginu.
Garðfuglahelgin er svo strax í kjölfarið, helgina 26. – 29. janúar 2018.
Frítt inn fyrir félagsmenn og við viljum bjóða nýja félaga sérstaklega velkomna.
Árleg garðfuglakönnun Fuglaverndar hefst nú um helgina, 28. október 2018.
Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með.
Þátttakendur eru nú hvattir til þess að fóðra fugla á vinnustaðnum. Í mötuneytum vinnustaða fellur til ýmislegt sem má nota til þess að fóðra fugla í stað þess að henda í ruslið! Það er þannig hægt að sporna gegn matarsóun með því að fóðra fugla, hvort sem er í garðinum heima eða á vinnustaðnum. Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.
Þrenns konar útgáfur eru af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.
Garðfuglakönnun 2017-2018 eyðublað.docx
Garðfuglakönnun 2017-2018 eyðublað.pdf
Garðfuglakönnun 2017-2018 eyðublað.xlsx
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöðu á netfangið gardfugl@gmail.com eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.
Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma daglega yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Þú getur valið þá leið sem þér hentar best til að skrá niðurstöðurnar að lokinni athuguninni. Við mælum með rafrænni skráningu, þar sem gögnin eru þá slegin inn og fara beint í gagnagrunn þar sem hægt er að vinna úr niðurstöðunum.
Ef þú vilt heldur prenta út formið og senda, þá eru tvær útgáfur skjala í boði
Útfyllt eyðublöð má senda í tölvupósti á gardfugl@gmail.com eða í bréfapósti til: Fuglaverndar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.
Lestu meira um garðfugla
Garðfuglahelgin, viðburðurinn á Facebook
SUMAR 2022: LOKAÐ HJÁ FUGLAVERND 1. JÚLÍ-1. ÁGÚST. Seinustur pantanir vefverslunar fyrir frí afgreiddar til kl. 13, 30 júní. Loka