Skrifað hefur verið undir stofnun Votlendissjóðsins. Tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. Verndari sjóðsins er Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson. Kynningarfundur var haldinn á Bessastöðum þann 30. apríl 2018.
Votlendissjóðurinn er stofnaður um samfélagslegt verkefni sem hefur það að markmiði að fá fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að fjármagna endurheimt hluta þess votlendis sem þegar hefur verið raskað hérlendis. Víðtækt samstarf liggur að baki þessu verkefni svo sem Landgræðsla Ríkisins, Landbúnaðarháskólinn, Háskóli Íslands, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Vegagerðin, Fuglavernd, Landvernd, Klappir, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, sveitarfélög, bændur og landeigendur.
Verkefnið verður unnið með hverju sveitarfélagi fyrir sig þar sem íbúar fá kynningu á verkefninu og landeigendur fá boð um að taka þátt. Sveitarfélagið Fjarðabyggð ríður á vaðið og verður þar tilraunaverkefni sem verður þróað áfram. Reynt verður að fá ríkið til að endurheimta votlendi á þeim ríkisjörðum sem ekki eru í notkun.
Ásbjörn Björgvinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins.
Myndir
Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslunnar
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson
Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar og Björn Barkarson frá Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu.
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins
Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslunnar og Kristín Ágústsdóttir frá Náttúrustofu Austurlands.
Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. Febrúar ár hvert.
Dagurinn er til að minnast Ramsarsamningsins sem var undirritaður í írönsku borginni Ramsar þennan dag árið 1971. Ramsarsamningurinn er alþjóðasamningur um verndun votlendis, sérstaklega sem lífsvæði fyrir fugla. Árið 2018 eru aðilar að samningnum orðnir 169 og 2.284 svæði eru vernduð af samningnum. Samtals verndar Ramsarsamningurinn votlendi sem eru 220.673.362 ha sem er örlítið stærra en Mexíkó.
Markmið dagsins er að vekja vitund almennings á mikilvægi og virði votlendis.
Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem eru á mörkum lands og vatns. Vanalega eru vötn og grunnsævi, mýrar og ár flokkuð sem votlendi á Íslandi. Vatn er grunnforsenda fyrir lífi og gerir manninum mögulegt að nýta landið. Votlendi er einnig mikilvæg náttúruauðlind og forsenda fyrir ríkulegu og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi. Votlendi er meðal þeirra vistkerfa á jörðinni þar sem framleiðni er mest og það er jafnframt uppvaxtarsvæði fyrir fjölda tegunda, þar á meðal tegunda sem hafa efnahagslega þýðingu.
Í tilefni af Alþjóðlegum degi votlendis þann 2. febrúar standa Landgræðslan, Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands saman að Hrafnaþingi miðvikudaginn 31. janúar kl. 15:15.
Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Hvanneyri flytur erindið „Endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni“ á Hrafnaþingi hjá Náttúrufræðistofnun.
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna