Kort af Friðlandinu í VatnsmýrinniFriðlandið í Vatnsmýrinni

Hollvinir Tjarnarinnar eru óformlegur hópur innan Fuglaverndar, sem stofnaður var árið 2013 í samvinnu við Norræna Húsið.

Tilgangur Hollvina Tjarnarinnar er að virkja krafta þeirra áhugamanna sem tilbúnir eru að leggja góðu málefni lið, að hlúa að lífríki Tjarnarinnar og friðlandsins í Vatnsmýrinni.

Árlega skipuleggur hópurinn tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýri, venjulega í apríl. Þá koma sjálfboðaliðar og tína rusl, grisja sjálfsáðan trjágróður og fleira til að gera svæðið að aðlaðandi varpsvæði fyrir endur og mófugla.

 

Friðlandið í Vatnsmýri

Á Facebook er síða um Friðlandið í Vatnsmýrinni.  Þar er meðal annar að finna skýrslu um fuglalíf tjarnarinnar sem þeir Ólafur K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmarsson hafa tekið saman á vegum Reykjavíkurborgar.

Skýrsla um fuglalíf Tjarnarinnar 2022

Ljósmyndir úr friðlandinu í Vatnsmýri

Árleg tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýrinni

Laugardaginn  15. apríl Vorverk í Vatnsmýrinni, Hollvinir Tjarnarinnar

Laugardaginn 9. apríl 2022: Vorverk í Vatnsmýrinni

Laugardaginn 4. apríl 2020: Vorverkin í Vatnsmýrinni

Laugardaginn 6. apríl 2019: Vorverkin í Vatnsmýrinni

Laugardaginn 7. apríl 2018: Tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýrinni

Laugardaginn 8. apríl 2017: Tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýri

Laugardaginn 23. apríl 2016 Hollvinir Tjarnarinnar taka til í friðlandinu í Vatnsmýrinni

Laugardaginn 18. apríl 2015

Laugardaginn 5. apríl 2014 Hollvinir Tjarnarinnar, allir velkomnir

Laugardaginn 7. apríl 2013 Hollvinir Tjarnarinnar