Þúfutittlingur

Þúfutittlingur
Þúfurtittlingur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Þúfutittlingur ber fræðiheitið Anthus pratensis og er af erluætt (Motacillidae).

Fræðiheiti: Anthus pratensis.

Ætt: Erluætt (Motacillidae).

Einkenni: Brúnleitur og rákóttur, að neðan eru rákirnar á ljósum grunni. Goggur mjór. Ljós augnhringur. Afturklóin er löng og er það eitt einkenni þúfutittlings sem skilur hann frá öðrum tittlingum.

Búsvæði: Gróin svæði, móar, graslendi og kjarr.

Þúfutittlingur
Þúfutittlingur. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Far: Farfugl. Hefur vetursetu á Bretlandseyjum, Írlandi, V-Frakklandi og suður eftir Evrópu allt til landa í Norður-Afríku.

Varptími: Seinni hluti maí og fram í júlí. Þúfutittlingar verpa aðallega á láglendi en einnig í hálendinu, þar sem er nægjanlega gróðursælt.

Fæða: Smádýr af ýmsu tagi. Einnig fræ á haustin og að vetrarlagi.

Stofnstærð: Einn algengasti fugl landsins. Þúfutittlingsstofnin hér á landi er mjög stór og verpur dreift. Þróun hans hér á landi er óþekkt en væntanlega sveiflast hann nokkuð milli ára og viðkoman væntanlega mjög sveiflótt. Kerfisbundnar mælingar á þéttleika mófugla hér á landi eru tiltölulega skammt á veg komnar (hófust árið 2006) og hefa enn sem komið er ekki verið teknar nógu vel saman til að hægt sé að varpa ljósi á stöðuna. Engar vísbendingar eru þó um að þúfutittlingi hafi fækkað mikið hér á landi og er hann því flokkaður sem tegund sem ekki er í hættu (LC).

Staða á heimsvísu: Þúfutittlingum hefur fækkað og eru þeir því bæði á heims- og Evrópuválista sem tegund í yfirvofandi hættu (NT; BirdLife International 2015).

EVRÓPA (VARPPÖR) ÍSLAND (VARPPÖR) ÍSLAND VETUR (EINSTAKLINGAR)
7.000.000-24.000.000 500.000-1.000.000 0