Músarindill

Músarindill
Músarindill. Ljósmynd: Örn Óskarsson

Músarindill ber fræðiheitið Troglodytes troglodytes og er af Rindlaætt (Troglodytidae).

Fræðiheiti: Troglodytes troglodytes.

Ætt: Rindlaætt (Troglodytidae).

Einkenni: Brúnleitur lítill fugl og yrjóttur aðallega á vængjum og að neðan. Ljósari að neðan. Eitt helsta einkenni er upprétt stél. Goggur mjór og stuttur.

Búsvæði: Birkikjarr og birkiskógar. Hann er einnig að finna í ræktuðum skógum. Þá er sérstaklega að finna þar sem lækir eru til staðar.

Far: Staðfugl. Kemur helst í garða að haustlagi en geta þó komið í heimsókn allan veturinn.

Varptími: Frá því snemma í maí og fram í byrjun júlí.

Fæða: Aðallega skordýr. Kemur ekki í fóður í görðum.

Stofnstærð: Músarrindill er strjáll varpfugl víða á láglendi, langmest í birkikjarri og birkiskógum en einnig sums staðar í grónum urðum, sjávarbjörgum og síðustu ár í skógræktarreitum. Giskað hefur verið á að varp­stofninn sé 3.000−5.000 pör (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Varpútbreiðslan hefur eitthvað aukist á seinni árum og fuglum hugsanlega fjölgað, nú verpa þeir t.d. allvíða í jaðri höfuðborgarsvæðisins.

EVRÓPA (VARPPÖR) ÍSLAND (VARPPÖR) ÍSLAND VETUR (EINSTAKLINGAR)
23.000.000-40.000.000 3.000-5.000 3.000-10.000

Hreiðurhús fyrir músarindil

Til styrktar Fuglavernd seljum við í vefversluninni hreiðurhús fyrir músarindil.