Alheimshreinsunardagurinn: Eyjahreinsun í Akurey og Engey

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum 21. september munu Blái herinn, Björgunarsveitin Ársæll og hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík standa að strandhreinsun í Akurey og Engey á milli kl. 9:00 – 14:00. Mæting sjálfboðaliða er við smábátahöfnina við Norðurbugt (bak við Marshallhúsið) kl. 9:00. Hressing í Sjávarklasanum 14:30.

Ath 18 ára aldurstakmark og skráning á birna.heide@gmail.com

 

 

Strandhreinsun 13. september 2019

Strandhreinsun Sandvík

Allir velkomnir!

Sendiráð Bandaríkjanna og Blái herinn bjóða þér að taka þátt í sínum árlega strandhreinsunardegi föstudaginn 13. september sem að þessu sinni fer fram í Sandvík á Reykjanesi.

Vinsamlega skráið ykkur hér reykjavikprotocol@state.gov

 

Sendiráð Bandaríkjanna býður uppá sætaferðir og hressingu fyrir sjálfboðaliða að hreinsun lokinni. Skráning er nauðsynleg, þar sem sætaframboð er takmarkað og til þess að sporna gegn matarsóun.

Brottför er kl. 09:00 frá Ráðhúsi Reykjavíkur og áætlað að koma til baka um kl. 15:00. Einnig er hægt að koma í Sandvík á eigin vegum, en mælst er til þess að fólk sameinist í bíla  (GPS hnit 63°51’21.6″N 22°41’44.0″W).

Viðeigandi klæðnaður miðað við veðurspá, góðir skór og hanskar eru einnig nauðsyn.

Vinsamlegast skráið þátttöku ekki síðar en 12. september á: reykjavikprotocol@state.gov

f.h.

Jeffrey Ross Gunter sendiherra og Tómas Knútsson Bláa hernum.

Alheimshreinsun

Taktu þátt í Alheimshreinsun 15.september 2018.

Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkara hreyfingin sjá um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi en þann 15.september munu sjálboðaliðar í 150 löndum sameinast í að hreinsa heiminn í nafni átaksins Let´s Do It! World. Við hvetjum fólk til að skipuleggja sína eigin hreinsun og gera sitt til þess að minnka rusl og draga úr notkun einnota plastumbúða.

Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að TAKA ÞÁTT og skipuleggja eigin hreinsun og skráðu hana á hreinsumislands.is 

Öll sveitarfélög landsins eru hvött til að standa við bakið á sínum íbúum. Hafðu samband við þitt sveitarfélag til þess að athuga fyrirkomulag ruslasöfnunar.

Strandhreinsun Víðisandi

Sendiráð Bandaríkjanna og Blái herinn bjóða þér að taka þátt í árlegum strandhreinsunardegi föstudaginn 31. ágúst á Víðisandi, Ölfusi.

Við höldum áfram að sameinast við að hreinsa fjörur landsins og viljum bjóða ykkur að vera með í þessu frábæra verkefni þar sem Bandaríkin og Ísland taka höndum saman og gera umhverfið betra.

Sendiráðið býður upp á hressingu á staðnum

Því er mikilvægt að staðfesta þátttöku sem fyrst, svo hægt sé að áætla hvað við þurfum mikið af mat og drykk.

Staðfestu þátttöku á reykjavikprotocol@state.gov

Sætaferðir frá Ráðhúsi Reykjavíkur

Kl. 09:00 fer rúta frá Ráðhúsi Reykjavíkur og áætluð heimkoma er kl. 14:30.

Fyrir þá sem ætla á einkabílum, mælumst við til þess að fólk sameinist í bíla. Gert er ráð fyrir að vera á Víðisandi um kl. 10:00.

GPS hnit: 63° 52.171’N, 21° 45.884’W.

Athugið að klæða ykkur eftir veðri og hafa góða vettlinga meðferðis.

Við hlökkum til að sjá ykkur þann 31. ágúst.

 

Strandhreinsun í Sandvík á Reykjanesi

Blái herinn, bandaríska sendiráðið í Reykjavík  ásamt the U.S. Air Force efna til strandhreinsunar í Sandvík á Reykjanesi föstudaginn 1. september frá kl. 9-15.

Þetta er fjórða árið sem við munum vinna saman að því að setja þennan mikilvæga atburð og það er frábært tækifæri til að komast út í náttúruna, gefa til baka og sýna fram á forystu í umhverfisvernd.

Mælst er til þess að fólk sameinist í bíla til þess að koma sér til og frá staðnum. Við mælum með að fara frá Reykjavík klukkan 09:00 á föstudagsmorgni til að hefjast handa kl. 10:00. GPS hnitin fyrir Sandvík eru: 63°51’17.6 “N 22°41’28.7″W.

Hreinsað verður fram að hádegisverði sem bandaríska sendiráðið býður upp á. Atburðurinn ætti að klárast klukkan 14:00.

Klæðið ykkur eftir veðri og vindum. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessari mikilvægu samfélagsþjónustu. Saman getum við unnið að því að varðveita og endurheimta náttúru Íslands.

Frá ráðhúsi Reykjavíkur verður boðið upp á sætaferðir, endilega bókið sem fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað.

Staðfestið þátttöku á ReykjavikProtocol@state.gov fyrir 30. ágúst.