Fuglaskoðun á Reykjanesi

Laugardaginn 11. maí bauð Fuglavernd upp á fuglaskoðun við Garðskagavita. Tilefnið var Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori, en hans er minns bæði vor og haust. Trausti Gunnarsson, leiðsögumaður og ritari stjórnar Fuglaverndar hélt utan um viðburðinn. Um 15 manns komu til að skoða sjófugla í sól en heldur nöpru veðri að öðru leyti.

Kíkir er gott hjálpartæki við fuglaskoðun. Ljósmynd: © Trausti Gunnarsson.
Fuglaskoðun við Garðskagavita. Ljósmynd: © Trausti Gunnarsson

Kort: Fuglaskoðun á Reykjanesskaga

Fuglaskoðun á Reykjanesi, kort á íslensku eða ensku.

Fuglaskoðun á Reykjanesi er samstarfsverkefni Þekkingarseturs Suðurnesja, Náttúrustofu Suðvesturlands, Reykjanes UNESCO Global Geopark og Markaðsstofu Reykjaness. Kortið er fáanlegt á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Nálgast má eintök af því á skrifstofu Fuglaverndar.

 

Strandhreinsun í Sandvík á Reykjanesi

Blái herinn, bandaríska sendiráðið í Reykjavík  ásamt the U.S. Air Force efna til strandhreinsunar í Sandvík á Reykjanesi föstudaginn 1. september frá kl. 9-15.

Þetta er fjórða árið sem við munum vinna saman að því að setja þennan mikilvæga atburð og það er frábært tækifæri til að komast út í náttúruna, gefa til baka og sýna fram á forystu í umhverfisvernd.

Mælst er til þess að fólk sameinist í bíla til þess að koma sér til og frá staðnum. Við mælum með að fara frá Reykjavík klukkan 09:00 á föstudagsmorgni til að hefjast handa kl. 10:00. GPS hnitin fyrir Sandvík eru: 63°51’17.6 “N 22°41’28.7″W.

Hreinsað verður fram að hádegisverði sem bandaríska sendiráðið býður upp á. Atburðurinn ætti að klárast klukkan 14:00.

Klæðið ykkur eftir veðri og vindum. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessari mikilvægu samfélagsþjónustu. Saman getum við unnið að því að varðveita og endurheimta náttúru Íslands.

Frá ráðhúsi Reykjavíkur verður boðið upp á sætaferðir, endilega bókið sem fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað.

Staðfestið þátttöku á ReykjavikProtocol@state.gov fyrir 30. ágúst.