Strandhreinsun í Sandvík á Reykjanesi

Blái herinn, bandaríska sendiráðið í Reykjavík  ásamt the U.S. Air Force efna til strandhreinsunar í Sandvík á Reykjanesi föstudaginn 1. september frá kl. 9-15.

Þetta er fjórða árið sem við munum vinna saman að því að setja þennan mikilvæga atburð og það er frábært tækifæri til að komast út í náttúruna, gefa til baka og sýna fram á forystu í umhverfisvernd.

Mælst er til þess að fólk sameinist í bíla til þess að koma sér til og frá staðnum. Við mælum með að fara frá Reykjavík klukkan 09:00 á föstudagsmorgni til að hefjast handa kl. 10:00. GPS hnitin fyrir Sandvík eru: 63°51’17.6 “N 22°41’28.7″W.

Hreinsað verður fram að hádegisverði sem bandaríska sendiráðið býður upp á. Atburðurinn ætti að klárast klukkan 14:00.

Klæðið ykkur eftir veðri og vindum. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í þessari mikilvægu samfélagsþjónustu. Saman getum við unnið að því að varðveita og endurheimta náttúru Íslands.

Frá ráðhúsi Reykjavíkur verður boðið upp á sætaferðir, endilega bókið sem fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað.

Staðfestið þátttöku á ReykjavikProtocol@state.gov fyrir 30. ágúst.