Þann 16. september s.l. var Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt félaga Fuglaverndar og fyrrum formanni þess, Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir ötult starf í þágu náttúrverndar. 16. september er afmælisdagur annars ötuls náttuverndara hans Ómars Ragnarssonar, og var afmælibarnið viðstatt afhendingu viðurkenningarinnar. Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem veitti viðurkenninguna í ráðuneytinu.
Jóhann Óli þakkaði fyrir sig og hélt þakkar- og umvöndunarræðu sem hófst svona:
,,Góðir gestir, ráðherra, afmælisbarnið Ómar Ragnarsson
Mig langar til að þakka ráðuneytinu af heilum hug fyrir þessa virðulegu viðurkenningu – Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Hún hlýtur að tákna að ég hef gert eitthvað rétt í lífinu, þar sem náttúruvernd hefur lengi verið mér ofarlega í huga og ég hef eitt stórum hluta ævinnar úti í náttúrunni við ýmislegt bardús, náttúran hefur verið ævistarf mitt.
Baráttan fyrir náttúrunni, í mínu tilviki fugla og búsvæða þeirra, tekur aldrei enda. Það eru alltaf einhverjir sem sjá hag sinn í að maka krókinn með því að ganga á náttúruna. Auður okkar liggur í náttúrunni, hún er afkomenda okkar og því er afskaplega vandfarinn hinn gullni meðalvegur milli nýtingar og verndar.”
Hér er hægt að lesa ræðuna í heild sinni.