Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fuglaskoðunarferð í Friðlandið í Flóa

12.06.2019 @ 17:00 - 20:00

frítt
Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.

Í samstarfi við Landvernd og í tilefni af 50 ára afmæli þeirra verður boðið upp á fuglaskoðunarferð í Friðlandið í Flóa.

Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrverandi formaður Fuglaverndar verður þar til leiðsagnar enda þekkir hann þar hverja hæð og lægð.

Boðið verður upp á rútuferð frá Reykjavík. Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/1GMZghcT2MDgb40RV4Pc7efUPiUeSbylszJI8RP56yrk/

Brottför verður frá skrifstofu Landverndar, Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík kl. 17:15. Úr friðlandinu er áætluð brottför til baka um kl. 19:00 og komið aftur til Reykjavíkur um kl. 19:45.

Þátttakendur koma sjálfir með nesti ef þeir óska þess. Endilega takið með kíki og myndavél. Stígvél geta líka verið mjög góður skófatnaður, ef ætlunin er að ganga eitthvað um friðlandið.

Upplýsingar

Dagsetn:
12.06.2019
Tími
17:00 - 20:00
Verð:
frítt
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
,

Skipuleggjendur

Fuglavernd
Landvernd

Staðsetning

Friðlandið í Flóa
Floi bird reserve Ölfus 816 Iceland + Google Map