Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðunarferð í Friðlandið í Flóa

Í samstarfi við Landvernd og í tilefni af 50 ára afmæli þeirra verður boðið upp á fuglaskoðunarferð í Friðlandið í Flóa.

Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrverandi formaður Fuglaverndar verður þar til leiðsagnar enda þekkir hann þar hverja hæð og lægð.

Boðið verður upp á rútuferð frá Reykjavík. Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/1GMZghcT2MDgb40RV4Pc7efUPiUeSbylszJI8RP56yrk/

Brottför verður frá skrifstofu Landverndar, Guðrúnartúni 8, 105 Reykjavík kl. 17:15. Úr friðlandinu er áætluð brottför til baka um kl. 19:00 og komið aftur til Reykjavíkur um kl. 19:45.

Þátttakendur koma sjálfir með nesti ef þeir óska þess. Endilega takið með kíki og myndavél. Stígvél geta líka verið mjög góður skófatnaður, ef ætlunin er að ganga eitthvað um friðlandið.