Garðfuglar

Örn Óskarsson tók myndina

Garðfuglar kallast fuglar sem sjást í görðum. Garður er svæði við hús eða híbýli, allt frá grasflöt eða matjurtagarði til gamalgróins trjágarðs með margar tegundir trjáa og runna.

Garðfuglar geta verið fuglar sem gera garðinn að óðali sínu yfir sumartímann, byggja sér hreiður í trjám eða undir þakskeggi og ala þar upp unga sína. Einnig geta þetta verið fuglar sem koma í garðinn til að afla sér fæðu eða leita sér skjóls á öllum árstímum. Þetta geta verið íslenskir staðfuglar eða erlendir vetrargestir eða flækingsfuglar.

Fóðrun garðfugla

Hér má lesa um fóðrun garðfugla. Þá hefur Fuglavernd gefið út Garðfuglabækling sem er fáanlegur í vefverslun og þar má kaupa fuglafóður til þess að gefa fuglum í garðinum, við sumarbústaðinn eða hvar sem er.

Fuglagarðurinn

Fuglagarðurinn er síða sem geymir upplýsingar um hvernig má laða fugla að garðinum með gróðri og aðgengi að vatni. Þá er tilvalið að setja upp fuglahús í garðinum til þess að laða að fugla.

Garðfuglahelgin

Árlega stendur Fuglavernd fyrir Garðfuglahelginni, sem er vanalega síðustu helgi janúarmánaðar.

Garðfuglakönnun

Garðfuglakönnun Fuglaverndar stendur yfir vetrartímann, venjulega frá því í lok október og fram í apríl þegar fer að vora. Umsjónarmenn garðfuglakönnunarinnar, þeir Örn Óskarsson (sem tekið hefur flestar ljósmyndir af garðfuglum á vefnum) og Ólafur Einarsson hafa til dæmis staðið fyrir Garðfuglakönnun í Fjölbrautaskóla Suðurlands og vekur það mikinn áhuga og umræður á vinnustaðnum á vetri hverjum.

Garðfuglar og fóðrun - Myndband

Örn Óskarsson, http://ornosk.com/ hélt fræðsluerindi um garðfugla og fóðurgjafir fimmtudagskvöldið 25. janúar 2018. Í erindinu fjallar hann um helstu tegundir garðfugla á Íslandi, fóðurgjafir, vatn, hreinlæti og allt það helsta sem skiptir máli.