Húsöndin dvelur á Svartá árið um kring og áin hefur mikla þýðingu fyrir verndun þessarar tegundar. Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Athugasemdir við Svartárvirkjun í Bárðardal

Fuglavernd hefur sent Skipulagsstofnun athugasemdir vegna Svartárvirkjunar í Bárðardal. Skilafrestur athugasemda við frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum er mánudaginn 23. október. Athugasemdum má skila á skipulag@skipulag.is eða með bréfi á:

 

Skipulagsstofnun
b.t. Sigurðar Ásbjörnssonar
Borgartúni 7b
105 Reykjavík

 

Athugasemdir Fuglaverndar við frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar í Bárðardal má lesa hér.

Öllum er frjálst að nýta þetta efni til þess að skila inn athugasemdum, hvort sem er í eigin nafni eða annara náttúruverndarsamtaka.