Aðalfundur Fuglaverndar 16. apríl 2015

Aðalfundur félagsins verður að þessu sinni fimmtudaginn 16. apríl 2015 kl. 17:00 og verður haldinn á Hverfisgötu 105- þar sem skrifstofa félagsins er til húsa. Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rann út 14. febrúar síðastliðinn og barst eitt framboð.  Frestur til að skila inn breytingatillögum á samþykktum félagsins var 15. febrúar síðastliðinn en engar tillögur bárust. Erindi fundarins er um veiðiþol fuglategunda. 
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins þessi:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.

2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.

3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 8 gr.

4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.

5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.

6. Ákvörðun árgjalds.

7. Önnur mál.

Fuglar og ljósmyndun 19.03.2015

Fuglavernd, Canon og Nýherji verða með fræðslufund um fuglaljósmyndun fimmtudagskvöldið 19. mars 2015 ásamt því að sýna aðdráttarlinsur frá Canon. Þar munu bæði atvinnumenn og áhugafólk um fuglaljósmyndun veita fræðslu, en meðfram því að leggja áherslu á fuglavernd verður farið í tæknileg atriði sem og praktíska hluti, eins og t.d. hvernig er best að nálgast fugla í sínu náttúrulega umhverfi. Viðburðurinn fer fram í Nýherja, Borgartúni 37, og hefst kl. 19:30. Þátttaka er ókeypis en óskað er eftir skráningu (hér er linkur á skráningarsíðu). Jóhann Óli Hilmarsson fjallar um virðingu fyrir viðfangsefninu og kemur þar aðeins inná löggjöf um fuglavernd. Þá fjallar hann um góða staði til að ljósmynda fugla ásamt því að sýna myndir af fuglum í umhverfi sínu. Sindri Skúlason fer yfir listina að mynda fugla ásamt því að fara lauslega í tæknileg atriði og hvernig best er að nálgast fugla og hvað sé mikilvægt að hafa í huga við fuglaljósmyndun (hann tók myndina af flórgoðanum). Ásta Magnúsdóttir og Helga Guðmundsdóttir sýna valdar myndir og segja sögurnar á bak við þær. Nýherji hefur fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon sem verða til sýnis, m.a. hina nýju EF 100-400mm f/4.5-5.6L IS II USM, EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Skemmtilegur og spennandi viðburður fyrir alla áhugasama um fugla og fuglaljósmyndun!

Vertu félagi í Fuglavernd

Sem aðili að Fuglavernd færðu tímaritið Fugla sent heim að dyrum – átt kost á að sækja fyrirlestra og mynda-sýningar sem haldnar eru á vegum félagsins, ásamt fuglaskoðunarferðum og vettvangsfræðslu og svo tekurðu þátt í að fylgja eftir markmiðum félagsins; að vernda fugla og búsvæði þeirra. Sendu okkur netfangið þitt og við sendum þér tilkynningar um alla atburði á vegum félagsins.

Árgjöld í Fuglavernd skiptast niður í nokkra flokka og ef greitt er beint á reikning félagsins má setja aðild í skýringu:
Reiknisnúmer: 0301-26-22994 kt. 500770-0159

  • Einstaklingsaðild fyrir fullorðinn, 4200 kr.
  • Fjölskylduaðild fyrir tvo fullorðna, börn og unglinga undir 18 ára aldri, 5200 kr.
  • Fyrirtækja- og bókasafnsaðild 5200 kr.
  • Árgjald fyrir 18 ára og yngri og 65 ára og eldri 3200 kr.
  • Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á reikninginn okkar: 0301-26-22994 – kt. 500770-0159 og hægt er að greiða reglulega með greiðslukorti með þvi að hafa samband við skrifstofu Fuglaverndar; fuglavernd@fuglavernd.is eða í 5620477.

Tímaritið Fuglar kemur út í apríl

Tímaritið Fuglar kom fyrst út á 40 ára afmæli Fuglaverndarfélags Íslands (Fuglaverndar) árið 2003. Það hefur fest sig í sessi sem ársrit félagsins og er eitt af metnaðarfyllstu tímaritum sem gefin eru út á Íslandi um náttúru og umhverfi.
Tímaritinu Fuglar er dreift til um 1300 félaga í Fuglavernd, auk þess sem það liggur frammi á biðstofum lækna og stofnana og er afhent nýjum félögum við inngöngu.
Áskrift að Fuglum er aðeins möguleg með aðild að Fuglavernd.

Í Fuglum er fjallað um fugla, fuglavernd, fuglaskoðun og búsvæði fugla á léttan og aðgengilegan hátt. Efnistök eru fjölbreytt og lifandi. Greinahöfundar eru fuglafræðingar, náttúrufræðingar og fuglaskoðarar og blaðið prýðir einstakar ljósmyndir eftir landsþekkta náttúruljósmyndara.

Meðal efnis í þessu blaði er annáll sjaldgæfra varpfugla 2015 og annáll flækinga 2015. Fylgst með kríum og fjallað um liti krossnefja. Stór grein um Günter Timmermann fuglafræðing. Fjallað um garðfugla og fóðrun. Umfjöllun um lagalega stöða fugla á Íslandi og grein um ferð til Antarktíku og fleira.

Á ferð um Svalbarða

Miðvikudaginn 25.febrúar segir Gunnlaugur Sigurjónsson áhugaljósmyndari frá, í máli og myndum, ferð sem farin var til Svalbarða sumarið 2013.  Atburðurinn verður haldinn í Borgartúni 19 í húsakynnum Arion Banka og hefst kl. 20:30.

Gunnlaugur, Jóhann Óli Hilmarsson og Daníel Bergmann fóru sumarið 2013 með fjölþjóðlegum hópi ljósmyndara til Svalbarða. Sýndar verða myndir af landslagi, dýra- og fuglalífi Svalbarða. Í upphafi ferðar var nokkrum dögum eytt í nágrenni Longyearbyen og svo var farið í siglingu norður fyrir Svalbarða inn í hafísinn þar sem komist var í návígi við ísbirni og rostunga.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:30 og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra. Samkvæmt venju verður hægt að nálgast hreiðurkassana okkar, fóðrara, fuglakort og eldri tölublöð af Fuglum – en við erum ekki með posa.
Ljósm: Gunnlaugur Sigurjónsson.

Myndasýning frá Svalbarða

Miðvikudaginn 25.febrúar næstkomandi mun Gunnlaugur Sigurjónsson áhugaljósmyndari segja frá, í máli og myndum, ferð sem farin var til Svalbarða sumarið 2013.  Atburðurinn verður haldinn í Borgartúni 19 í húsakynnum Arion Banka og hefst kl. 20:30.

Gunnlaugur, Jóhann Óli Hilmarsson og Daníel Bergmann fóru sumarið 2013 með fjölþjóðlegum hópi ljósmyndara til Svalbarða. Sýndar verða myndir af landslagi, dýra- og fuglalífi Svalbarða. Í upphafi ferðar var nokkrum dögum eytt í nágrenni Longyearbyen og svo var farið í siglingu norður fyrir Svalbarða inn í hafísinn þar sem komist var í návígi við ísbirni og rostunga.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 20:30 og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra. Samkvæmt venju verður hægt að nálgast hreiðurkassana okkar, fóðrara, fuglakort og eldri tölublöð af Fuglum – en við erum ekki með posa.
Ljósm: Gunnlaugur Sigurjónsson.

Fuglanámskeið ætlað börnum

Fuglarnir í garðinum heima – námskeið ætlað börnum. Laugardaginn 7. febrúar kl 11:00 – 12:00 verður haldið námskeið á vegum Fuglaverndar og Garðyrkjufélags Íslands um garðfugla í Síðumúla 1 í Reykjavík.
Þegar vetrarhörkur ríkja eiga fuglar erfiðara með að finna sér fæðu. Lífsbaráttan er hörð og þeir því oft háðir mat­ar­gjöf­um og þá er gott að eiga sér vin sem færir þeim fóður.

Steinar Björgvinsson fuglaskoðari ætlar að fræða börn um hvernig á að fóðra smáfugla í garðinum að vetri eins og t.d. skógarþresti, snjótittlinga og svartþresti.

Steinar sýnir börnunum myndir af garðfuglum, kennir þeim hvernig hægt er að búa til fuglafóður og segir þeim frá hvað fuglar vilja helst éta. Þá verður  hugað að hvar best er að skilja fóðrið eftir svo kettirnir nái síður til fuglanna. Einnig verður sagt frá heppilegum hreiðukössum, fuglaböðum og fleiru.

Foreldrar og aðrir aðstendur barna eru hvött til að mæta með börnin á fugladag barna í Síðumúla 1, Reykjavík og taka þátt og fræðast um þá göfugu iðju að fóðra fugla.
Aðgangur er frír.

Á meðfylgjandi mynd má sjá mjög gæfan auðnutittling sem hefur verið lengi í fóðrum í garði ljósmyndarans Arnar Óskarssonar á Selfossi.

 

 

eBird – fuglaskráningar

Síðan í mars 2011 hefur hópur íslenskra fuglaskoðara verið virkur við að setja inn athuganir í vefkerfi sem kallast eBird – www.ebird.org. Hægt er að draga saman athuganir á einstökum tegundum yfir tímabil og má t.d. hér sjá athuganir frá 2011-2015 (http://tinyurl.com/m2rkehw). Þetta sýnir tíðni auðnutittlinga í innsendum listum á eBird. Í loks árs 2014 virðist vera meira af þeim en haustin 2011-2013, en þá eru þeir í um og yfir 60% innsendra lista. Fyrir neðan má sjá fjölda lista á viku eftir árum sem línuritin byggja á.

Það er mjög einfalt fyrir fólk að setja inn athuganir þarna og því fleiri sem eru virkir þeim mun betri upplýsingar fást um sveiflur milli ára og árstíða. Eina sem þarf að gera er að skrá sig inn í kerfið og byrja að setja inn athuganir. Velja má að nota íslensku fuglaheitin við innskráningu. Sérstaklega þægilegt ef um garðfuglaathuganir er að ræða. Hér má sjá yfirlit yfir allar íslenskar athuganir: http://tinyurl.com/nk9hvyy

 

Snjótittlingar

Garðfuglahelgin er framundan

Garðfuglahelgin verður að þessu sinni 23. – 26. jan. 2015. Framkvæmd athugunarinnar er einföld, það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á föstudaginn 23. jan., laugardaginn 24. jan., sunnudaginn 25. jan. eða mánudaginn 26. jan. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og einnig í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem fæst á skrifstofunni eða má panta á netfanginu fuglavernd@fuglavernd.is eða í síma 5620477.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að sækja eyðublaðið hér fyrir neðan (nr.1), prenta og fylla það út. Hægt er að senda það í pósti til Fuglaverndar, Hverfisgötu 105,101 Reykjavík.
Einnig er hægt að opna eyðublaðið í tölvunni – sækja eyðublað nr.2- og skrá inn upplýsingarnar beint, vista og hengja við tölvupóst (attachment) og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com.

[one_third_last][downloads show=”category” cat=”gardfuglahelgi”][/one_third_last]

Munið eftir smáfuglunum

Jarðbönn og snjór eru nú um víða um land og eiga fuglarnir erfitt. Fuglavernd hvetur landsmenn að hugsa til þessara smáu meðbræðra og ekki síst farfuglanna sem koma langt að og þurfa orku og vatn til að lifa af.  Sem dæmi um fóður má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag, matarafanga handa þröstum, störum og hröfnum, sólblómafræ eða páfagaukafræ handa auðnutittlingum, kurlaður maís og hveitikorn handa snjótittlingunum.  Fita er það fóður sem hentar flestum fuglum vel í kuldum og má blanda matarolíu, tólg eða smjöri við afganga og korn. Síðan þarf vatn að vera aðgengilegt.

Skógarþrestir, svartþrestir og starar éta að jafnaði skordýr og önnur smádýr en ber á haustin. Í vetrarhörkum leita þeir í æti sem menn bera út í garð og eru sérlega sólgnir í feitmeti eins og kjötsag og mör. Einnig þiggja þeir ávexti svo sem epli, perur og rúsínur. Brauðmeti, sérstaklega ef það er blandað með matarolíu eða öðru feitmeti er einnig vel þegið í vetrarkuldum. Best er að koma þessum kræsingum fyrir á fóðurpalli eða hengja upp í tré. Epli og perur er gott að skera í tvennt og stinga uppá greinarenda 1-2 metra frá jörðu.

Snjótittlingar éta einkum fræ af jörðinni. Snjótittlingum er frekar illa við að vera inn á milli trjáa og því er best að gefa þeim á opnu svæði eða á húsþök. Þeir éta líka af fóðurpöllum en aðeins einstaka fugl lærir að éta úr hangandi fóðurdalli. Mulið maískorn, sólblómafræ og finkukorn er í uppáhaldi hjá þeim.

Auðnutittlingar og barrfinkur vilja einkum sólblómafræ og finkukorn. Mjög auðvelt er að venja þá á að éta úr hangandi fóðurdöllum, kornstönglum og af fóðurpöllum í trjám. Þeir éta líka finkukorn af jörðinni. Með því að hengja fóðurdalla í tré rétt utan við glugga er hægt að fylgjast vel með atferli þeirra og hafa mikla ánægju af en við seljum eina tegund af slíkum.

Hrafnar sækja einkum í matarúrgang sem borinn er út að vetrarlagi. Hrafnarnir éta einkum kjöt og spik en næla sér einnig í brauðbita og jafnvel ávexti. Að eðlisfari eru hrafnarnir ákaflega varir um sig og hætta sér því ekki nærri húsum. Best er þess vegna að gefa þeim þar sem pláss er gott til allra átta.

Hettumáfar og sílamáfar sækja í matarúrgang þegar þeir koma síðla vetrar eða á vorin. Þeir eru einkum á ferðinni snemma morguns og valda þá oft ónæði.

Þessar upplýsingar má líka finna á garðfuglavefnum og að auki hvað megi gefa flækingum sem sjást hér oft á veturna.
Þessa fallegu ljósmynd af gráþresti tók Alex Máni Guðríðarson á Selfossi.