Vertu félagi í Fuglavernd

Sem aðili að Fuglavernd færðu tímaritið Fugla sent heim að dyrum – átt kost á að sækja fyrirlestra og mynda-sýningar sem haldnar eru á vegum félagsins, ásamt fuglaskoðunarferðum og vettvangsfræðslu og svo tekurðu þátt í að fylgja eftir markmiðum félagsins; að vernda fugla og búsvæði þeirra. Sendu okkur netfangið þitt og við sendum þér tilkynningar um alla atburði á vegum félagsins.

Árgjöld í Fuglavernd skiptast niður í nokkra flokka og ef greitt er beint á reikning félagsins má setja aðild í skýringu:
Reiknisnúmer: 0301-26-22994 kt. 500770-0159

  • Einstaklingsaðild fyrir fullorðinn, 4200 kr.
  • Fjölskylduaðild fyrir tvo fullorðna, börn og unglinga undir 18 ára aldri, 5200 kr.
  • Fyrirtækja- og bókasafnsaðild 5200 kr.
  • Árgjald fyrir 18 ára og yngri og 65 ára og eldri 3200 kr.
  • Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á reikninginn okkar: 0301-26-22994 – kt. 500770-0159 og hægt er að greiða reglulega með greiðslukorti með þvi að hafa samband við skrifstofu Fuglaverndar; fuglavernd@fuglavernd.is eða í 5620477.