Aðalfundur Fuglaverndar 16. apríl 2015

Aðalfundur félagsins verður að þessu sinni fimmtudaginn 16. apríl 2015 kl. 17:00 og verður haldinn á Hverfisgötu 105- þar sem skrifstofa félagsins er til húsa. Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rann út 14. febrúar síðastliðinn og barst eitt framboð.  Frestur til að skila inn breytingatillögum á samþykktum félagsins var 15. febrúar síðastliðinn en engar tillögur bárust. Erindi fundarins er um veiðiþol fuglategunda. 
Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins þessi:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.

2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.

3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 8 gr.

4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.

5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.

6. Ákvörðun árgjalds.

7. Önnur mál.

Jólaopnun á skrifstofu Fuglaverndar 11. og 18. des.

Verið hjartanlega velkomin í heimsókn á skrifstofu Fuglaverndar á Hverfisgötu 105 í Reykjavík (gegnt Lögreglustöðinni). Þar fást falleg jóla- og tækifæriskort, fuglafóðrarar og fóður, fuglahús, garðfuglabæklingur o.fl. á sanngjörnu verði, posi er á staðnum. Næg bílastæði á bakvið hús, innkeyrsla frá Snorrabraut og Skúlagötu.
Einnig verður opið næsta fimmtudag 18. desember, kl. 14-20.

Jólamarkaður 8.og 9.des.

Um næstu helgi tökum við þátt í jólamarkaði upp við Elliðavatn – við opnum 11:00 og verðum til 16:00 – laugardag 7. desember og sunnudag 8. desember. Þar munum við selja nýju jólakortin okkar, urtendurnar, rjúpuna og músarindilinn ,ásamt eldri kortum, í pökkum og í lausu. Hægt verður að nálgast garðfuglabæklinginn,  arnarritiðfræðsluefni um fugla fyrir börn og síðan verðum við með úrval hreiðurhúsa – tilvalin til jólagjafa. Aðild að Fuglavernd gæti líka verið kærkomin jólagjöf og fylgir þá arnarbæklingurinn með og desember blað Fugla. Hér má sjá dagskrá helgarinar og  upplýsingar um staðsetningu.

Gefið félagsaðild í jólagjöf!

Skemmtileg jólagjöf fyrir fólk sem ann fuglum og íslenskri náttúru. Sendu okkur nafn, heimilisfang, og kennitölu þess sem skrá og nafn þitt og heimilisfang og við sendum þér inngöngupakka sem í er arnarritið (nýútgefið 50 síðna og myndum prýdd) og tímaritið okkar Fugla (afmælisrit-74 síður) til að setja undir jólatréið með fallegu fuglakorti.  Aðeins 3.500,- kr.

Sem aðili að Fuglavernd færð þú:

  • Áskrift að tímaritinu FUGLAR sem kemur út einu sinni á ári.
  • Átt kost á því að sækja fyrirlestra og mynda-sýningar sem haldnar eru á vegum félagsins, ásamt fuglaskoðunarferðum og vettvangsfræðslu.
  • Tekur þátt í að fylgja eftir markmiðum félagsins; að vernda fugla og búsvæði þeirra.

Árgjöld í Fuglavernd skiptast niður í nokkra flokka:

  • Einstaklingsaðild fyrir fullorðinn, 4200 kr.
  • Fjölskylduaðild fyrir tvo fullorðna, börn og unglinga undir 18 ára aldri, 5200 kr.
  • Fyrirtækja- og bókasafnsaðild 5200 kr.
  • Ungliðaaðild fyrir 18 ára og yngri, og eldriborgara aðild fyrir 65 ára og eldri 3200 kr.
  • Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á reikninginn okkar: 0301-26-22994 – kt. 500770-0159 og hægt er að greiða reglulega með greiðslukorti með þvi að hafa samband við skrifstofu Fuglaverndar.

Á myndinni má sjá hettusöngvara gæða sér á reyniberjum, myndina tók Haukur Snorrason.

Garðfuglakönnunin framundan

Nú er komið að því að hefja árvissa garðfuglakönnun Fuglaverndar en Fuglavernd hefur um árabil staðið fyrir rannsókn á garðfuglum og fengið félagsmenn og aðra áhugasama í lið með sér. Markmiðið er að athuga hvaða fuglar sækja í garða, í hve miklu magni og breytingar á samsetningu tegunda yfir vetrarmánuðina. Sem athugunarsvæði má nota húsagarða, afmörkuð svæði innan almenningsgarða, garðlönd við sumarbústaði eða skógarlundi. Meginatriðið er að sama svæði sé talið og reglulega sé fylgst með því í viku hverri. Fylgst er með fuglalífinu frá því í lok október fram í lok apríl – og niðurstöðurnar skráðar á þar til gert eyðublað.

Veturinn 2012-2013 er garðfuglakönnun Fuglaverndar frá 28. október 2012 til 27. apríl 2013. Á Garðfuglavefnum má lesa nánar um könnina en hér má nálgast eyðublaðið sem fylla á út.

Áhugafólk um fugla er hvatt til að taka þátt – engin binding – lítið umstang en mjög skemmtilegt.