Jólamarkaður 8.og 9.des.

Um næstu helgi tökum við þátt í jólamarkaði upp við Elliðavatn – við opnum 11:00 og verðum til 16:00 – laugardag 7. desember og sunnudag 8. desember. Þar munum við selja nýju jólakortin okkar, urtendurnar, rjúpuna og músarindilinn ,ásamt eldri kortum, í pökkum og í lausu. Hægt verður að nálgast garðfuglabæklinginn,  arnarritiðfræðsluefni um fugla fyrir börn og síðan verðum við með úrval hreiðurhúsa – tilvalin til jólagjafa. Aðild að Fuglavernd gæti líka verið kærkomin jólagjöf og fylgir þá arnarbæklingurinn með og desember blað Fugla. Hér má sjá dagskrá helgarinar og  upplýsingar um staðsetningu.