Jólaopnun á skrifstofu Fuglaverndar 11. og 18. des.

Verið hjartanlega velkomin í heimsókn á skrifstofu Fuglaverndar á Hverfisgötu 105 í Reykjavík (gegnt Lögreglustöðinni). Þar fást falleg jóla- og tækifæriskort, fuglafóðrarar og fóður, fuglahús, garðfuglabæklingur o.fl. á sanngjörnu verði, posi er á staðnum. Næg bílastæði á bakvið hús, innkeyrsla frá Snorrabraut og Skúlagötu.
Einnig verður opið næsta fimmtudag 18. desember, kl. 14-20.