Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Garðfuglakönnun veturinn 2023-24; hefst 29. október

29.10.2023

Garðfuglakönnun fyrir alla

Garðfuglakönnun Fuglaverndar stendur yfir vetrartímann, vanalega frá lokum október og fram í apríl þegar fer að vora. Garðfuglakönnunin hefur verið gerð árlega allt frá 1994.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með.

Garðar fóstra víða auðugt lífríki og gegna hlutverki í vistkerfi því sem nær að dafna á byggðu bóli.

Nánari upplýsingar og eyðublöð fyrir garðfuglakönnunar veturinn hér 

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website