Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Garðfuglakönnun hefst

27.10.2019

frítt
Skógarþröstur í október á Akureyri. © Eyþór Ingi Jónsson

Garðfuglakönnun Fuglaverndar árið 2019 hefst sunnudaginn 27. október. Daginn áður, laugardaginn 26. október verður opið hús, fyrsti vetrardagur á skrifstofu Fuglaverndar.

Garðfuglakönnunin hefur verið gerð árlega allt frá 1994. Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með.

Þátttaka almennings í rannsóknum og vöktun leysir úr læðingi margfeldisáhrif, eykur þekkingu, á þátt í að breyta viðhorfi, eflir umhverfislæsi og leiðir til ábyrgrar hegðundar og aukinnar færni í umönnun náttúrunnar.

Frá því að athuganir hófust, veturinn 1994‒95, hafa verið skráðar 83 tegundir sem er hærri tala en fjöldi reglulegra varpfugla á landinu. Sautján af þessum tegundum hafa sést á hverju ári.

 

Details

Date:
27.10.2019
Cost:
frítt
Event Category:

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website

Venue

Landið allt