Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Friðland í Flóa vinnudagur

27.04.2023 @ 10:00 - 17:00

Fimmtudaginn 27. apríl ætla félagar í Fuglavernd að hittastvið fuglaskoðunarhús Friðlands í Flóa og dytta að ýmsu.
Svona lítur verkefnalistinn út:
Verkefnin eru eftirfarandi
-Hvað er hægt að gera við hurð sem að bólgnaði upp í vetur og var ekki hægt að opna? Hefla undan?
-Rétta af hlið og endagirðingastaur
-Þrífa kamar
-Þrífa inni í fuglaskoðunarhúsi
-Tryggja að stikla/tröppur yfir girðingu velti ekki – kannski þarf fleyga
-Færa brú yfir skurð til hliðar
-Skrapa málningu af húsi
-Varðandi ramp að fuglaskoðunarhúsi; hann á ekki að hækka því hann á að vera hjólastólafær.
Allir sem vettlingi geta valdið eru hjartanlega velkomin.
Fuglavernd býður upp á hressingu: Kaffi, te, bollasúpu eða bara súpu úr potti. Brauð og álegg, köku og jafnvel fleira.
Verið hlýlega klædd í vinnugalla með vinnuvettlinga. Hafið með ykkur drykkjarmál fyrir drykki og ef þið eigið afgangs ryðfríar skrúfur og spítur. Verkfæri eins og skrúfvélar, sagir, málningarskröpur hamrar og fleira er gott að hafa með.
Endilega sendið línu á fuglavernd@fuglavernd.is ef þið hafið áhuga á að slást í hópinn. Eða mætið bara. ? ef þigvanar far láttu vita fyrir kl. 16 þriðjudag 25. apríl.

Details

Date:
27.04.2023
Time:
10:00 - 17:00

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website

Venue

Friðlandið í Flóa
Floi bird reserve Ölfus 816 Iceland + Google Map