Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Bí, bí, bí og dirrindí

17.04.2018 @ 19:00 - 21:00

Frítt

Ljósmynd © Daníel Bergmann

Fuglavernd, Canon og Origo efna til viðburðar þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir og fræða fólk um fuglaljósmyndun. Þau Daníel Bergmann, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Jónína G. Óskarsdóttir verða með myndasýningar og segja sögurnar á bak við myndirnar.

Sindri Skúlason, varaformaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari, opnar viðburðinn, kynnir félagið í stuttu máli og tæpir á siðfræði fuglaljósmyndunar. Sýndar verða ljósmyndir af íslenskum og erlendum fuglategundum og mun Daníel Bergmann t.d. sýna myndir frá Svalbarða og Suðurhöfum (Antarktíku, Suður-Georgíu og Falklandseyjum) og nefnist fyrirlestur hans Norður og niður.

Origo mun sýna úrval af Canon myndavélum og linsum en því miður verða ekki langar aðdráttarlinsur á staðnum þar sem Canon er búið að senda mikið magn til Rússlands vegna HM í knattspyrnu.

Viðburðurinn fer fram í Origo, Borgartúni 37. Húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað en myndasýningar hefjast kl. 19.30.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig.

© Guðbjartur Ísak Ásgeirsson

 

© Jónína G. Óskarsdóttir

Upplýsingar

Dagsetn:
17.04.2018
Tími
19:00 - 21:00
Verð:
Frítt
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, ,
Vefsíða:
https://www.origo.is/um-origo/vidburdir/vidburdur/item127032/canon-og-fuglavernd/

Skipuleggjendur

Fuglavernd
Origo

Staðsetning

Origo
Borgartúni 37
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map