Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Alþjóðlegi farfugladagurinn – Spóahátíð í Kötlu jarðvangi

12.05.2018 @ 10:00 - 14:00

Frítt

Laugardaginn 12. maí 2018 er alþjóðlegur dagur farfugla sjá: http://www.worldmigratorybirdday.org/news/2017/towards-new-world-migratory-bird-day-2018

Í tilefni dagsins munu Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands,  Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi og Katla jarðvangur í samvinnu efna til vettvangsferðar og fræðslu.

Árið 2018 verður alþjóðlegi farfugladagurinn tileinkaður spóanum á Íslandi. Spóinn er ein af ábyrgðartegundum okkar Íslendinga en hér verpir megnið af Evrópustofninum og líklega fyrirfinnst hvergi þéttara spóavarp. Spóinn hefur vetursetu í Vestur-Afríku en þangað flýgur hann alla jafna beint yfir opið haf án hvíldar.

Dagskrá

kl. 10:00 Fuglaskoðun á varpstöðvum spóans. Tómas Grétar Gunnarsson leiðir. Sjá staðsetningu á korti, hægt er að leggja bílum við veiðihús við Rangá.

Veiðihús við Rangá. Bílastæði, upphaf og endir fuglaskoðunargöngu.

kl. 12:00-13:00 Fjölskyldugrill við Hvol á Hvolsvelli (sjá staðsetningu) í boði SS.

kl. 13:00 Fræðsluerindi í Hvoli um spóann. Flutt verða fjögur stutt erindi af okkar helstu vísindamönnum um spóann.

  • varp – Borgný Katrínardóttir líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
  • vetrarstöðvar – Camilo Carneiro doktorsnemi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi
  • farflug – José Augusto Alves nýdoktor við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi
  • vernd – Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

Upplýsingar

Dagsetn:
12.05.2018
Tími
10:00 - 14:00
Verð:
Frítt
Viðburður Categories:
, ,

Skipuleggjendur

Fuglavernd
Náttúrufræðistofnun Íslands
Katla jarðvangur
Rannsóknarsetur HÍ á Suðurlandi

Staðsetning

Katla jarðvangur
Hvoll Hvolsvöllur 860 Iceland + Google Map
Phone
8447633
View Staðsetning Website