Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fuglaskoðun II – Friðlandið í Flóa – Guided In English

12.06.2018 @ 17:00 - 18:00

Frítt
Lómapar á tjörn í Friðlandinu í Flóa.

Sjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.

Þriðjudaginn 12. Júní 2018 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa á ensku. Leiðsögumaður verður Louise Muir sem kemur frá Loch Gruinart í Skotlandi.

Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn, sem var fugl ársins 2017 hjá Fuglavernd.

Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar).  Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.

Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm, því það er frekar blautt á. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Aðkoma

Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs  framhjá  bænum Sólvangi og áfram sem leið liggur norður Engjaveg, síðan er beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.

 

English

On Tuesday June 12th Luise Muir from Loch Gruinart in Scotland  will give a guided tour in English. The birdwatching begins at 17:00. Departure is from the bird watching house located near the parking lot in the Nature Reserve. An hour can be expected to see, hear and experience the bird life in the Nature Reserve.

Wetland birds characterize the area and are directly connected to neighboring birdwatching areas such as Ölfusárós and Ölfusforir. In the Floi Bird Reserve 25 species breed and the wildlife is rich in species.

Wetland in the Flói Bird Reserve began in 1997 in collaboration with Fuglavernd BirdLife Iceland and the local municipality (now Árborg). Read more about the Flói Bird Reserve, flora, fauna and birds in the area.

Wellies or waterproof shoes are essentials, because it is quite wet. Telescopes and a Bird guide book will also come in handy.

Everyone welcome and free of charge.

Access

From Eyrarbakkavegur opposite the center of Eyrarbakki village. Drive north past the farm Sólvangur and continue north on Engjavegur, then turn left, where a sign refers to Stakkholt and parking. The Birdwatching house is the only building in the marsh and can be seen during the approch.

Kort af Friðlandinu í Flóa
Kort af Friðlandinu í Flóa

 

Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.
Afstöðukort af Friðlandinu í Flóa.

Upplýsingar

Dagsetn:
12.06.2018
Tími
17:00 - 18:00
Verð:
Frítt
Viðburður Category:

Skipuleggjandi

Fuglavernd
Phone
5620477
Netfang
fuglavernd@fuglavernd.is
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Friðlandið í Flóa
Floi bird reserve Ölfus 816 Iceland + Google Map