Ljsm. Eyþór Ingi Jónsson

Fuglar og ljósmyndun á Norðurlandi

Ekki missa af fræðslu og fuglafjöri með Fuglavernd, Canon, Nýherja og Pedromyndum.

Þriðjudaginn 16. maí nk. verður mikið fugla- og ljósmyndafjör í safnaðarheimili Akureyrarkirkju þegar áhugaljósmyndarar á sviði fugla og fuglaáhugamenn munu sýna ljósmyndir og veita fræðslu um fuglaljósmyndun.

Á viðburðinum munu þeir Eyþór Ingi Jónsson, Yann Kolbeinsson og Gaukur Hjartarson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þá mun Sverrir Thorstensen, fuglaáhugamaður, veita fræðslu um fuglalíf í Eyjafirði.

Ofur aðdráttarlinsur til sýnis

Við höfum fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon Europe sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 400mm f/2.8L IS II USM og EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Þá verða nýjustu Canon EOS myndavélarnar á staðnum, m.a. EOS 7D Mark II, EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II!

Fuglafjörið er opið fyrir alla áhugasama um fugla og fuglaljósmyndun.

Húsið opnar kl. 19:00. Ókeypis inn, en nauðsynlegt að skrá sig.

Auðnutittlingur: Ljósm. Eyþór Ingi Jónsson.

Skrá á viðburð: http://bit.ly/2pdC8cX

Canon kynning og myndakvöld

Fuglavernd, Canon og Nýheri efna til viðburðar fimmtudagskvöldið 30. mars kl. 19:30 þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir auk þess sem veitt verður fræðsla um fuglaljósmyndun.

Á viðburðinum munu Eyþór Ingi Jónsson, Gunnlaugur Sigurjónsson og Ingi Steinar Gunnlaugsson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir.

Þá mun Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari kynna félagið í stuttu máli og tæpa á siðfræði fuglaljósmyndunar.

Úrval af Canon ljósmyndabúnaði til sýnis.

Frá Canon Europe hefur Nýherji fengið lánaðar aðdráttarlinsur sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400 mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 400mm f/2.8L IS II USM og EF 500 mm f/4L IS II USM.

Þá verða nýjustu Canon EOS myndavélarnar á staðnum, m.a. EOS 7D Mark II, EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II.

Viðburðurinn fer fram hjá Nýherja, Borgartúni 37 og hefst kl. 19:30. Húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað.

Frítt inn og allir velkomnir, en nauðsynlegt er að skrá sig á vef Nýherja.

Skráðu þig á Fuglar og ljósmyndun með Canon

Viðburðurinn á Facebook: Canon kynning og myndakvöld 30. mars

Að taka góða fuglaljósmynd! 7.04.2016

Fuglavernd, Canon og Nýherji efna til viðburðar þann 7. apríl n.k. þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndirnar sínar auk þess sem veitt verður fræðsla um fuglaljósmyndun.

Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari mun kynna félagið í stuttu máli og tæpa á siðfræði fuglaljósmyndunar.  Síðan sýna þau Alex Máni, Elma Benediktsdóttir, Finnur Andrésson og Sindri Skúlason myndirnar sínar og segja sögurnar á bak við þær.

Nýherji hefur fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X og EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Þá verður nýjasta flaggskip Canon ,EOS-1D X Mark II, væntanlega á staðnum!

Viðburðurinn fer fram í Nýherja, Borgartúni 37. Húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon ljósmyndabúnað. Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig (linkur hér).

Ljósmyndina af toppandarkollunni tók Finnur Andrésson.