Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fuglar og ljósmyndun á Norðurlandi

16.05.2017 @ 19:00 - 21:00

Frítt, skráning
Ljsm. Eyþór Ingi Jónsson

Ekki missa af fræðslu og fuglafjöri með Fuglavernd, Canon, Nýherja og Pedromyndum.

Þriðjudaginn 16. maí nk. verður mikið fugla- og ljósmyndafjör í safnaðarheimili Akureyrarkirkju þegar áhugaljósmyndarar á sviði fugla og fuglaáhugamenn munu sýna ljósmyndir og veita fræðslu um fuglaljósmyndun.

Á viðburðinum munu þeir Eyþór Ingi Jónsson, Yann Kolbeinsson og Gaukur Hjartarson vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við þeirra myndir í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þá mun Sverrir Thorstensen, fuglaáhugamaður, veita fræðslu um fuglalíf í Eyjafirði.

Ofur aðdráttarlinsur til sýnis

Við höfum fengið lánaðar aðdráttarlinsur hjá Canon Europe sem verða til sýnis, m.a. EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4X, EF 400mm f/2.8L IS II USM og EF 500mm f/4L IS II USM o.fl. Þá verða nýjustu Canon EOS myndavélarnar á staðnum, m.a. EOS 7D Mark II, EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II!

Fuglafjörið er opið fyrir alla áhugasama um fugla og fuglaljósmyndun.

Húsið opnar kl. 19:00. Ókeypis inn, en nauðsynlegt að skrá sig.

Auðnutittlingur: Ljósm. Eyþór Ingi Jónsson.

Skrá á viðburð: http://bit.ly/2pdC8cX

Details

Date:
16.05.2017
Time:
19:00 - 21:00
Cost:
Frítt, skráning
Event Category:
Event Tags:
, , ,
Website:
http://www.nyherji.is/nyherji/markadsmal/vidburdir/vidburdur/item118604/fuglar-og-ljosmyndun-a-akureyri#event-form

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website

Venue

Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
Akureyrarkirkja
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map