Áskorun til stjórnvalda að endurskoða villidýralögin

Skýrslan Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra sem inniheldur umfjöllun og tillögur nefndar um stöðu villtra fugla og villtra spendýra hefur nú verið gerð aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Fuglavernd telur mikilvægt að stjórnvöld endurskoði villidýralögin sem fyrst, lögin frá 1994 eru löngu orðin úrelt.

Nefndin telur mikilvægt að endurskoðuð löggjöf og stjórnsýsla á þessu sviði taki mið af þremur lykilstoðum, þ.e. vernd, velferð og veiðum villtra dýra. Hver þessara þátta myndi rammgerða undirstöðu laganna sem frekari útfærslur byggi á. Nefndin segir ennfremur að í núverandi löggjöf sé lögð áhersla á veiðar, og hafi almenn vernd og velferðarmál villtra dýra því að nokkru leyti orðið út undan, þó komið sé inn á þessa þætti í villidýralögum, lögum um dýravernd, náttúruvernd eða öðrum lögum.

Á myndinni eru sandlóuegg. Sigurður Ægisson tók myndina.

[btn color=”green” text=”Villidýraskýrslan” url=”http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Vernd-velferd-og-veidar-LOKA-8-mai-2013.pdf”]