Fundartörn um fuglameðafla

Í síðustu viku áttum við fundi með ýmsum aðilum í sjávarútvegi, þar sem helsta umræðuefnið var fuglameðafli á grásleppuveiðum. Við töluðum við fulltrúa frá Hafró, Fiskistofu, Landsambandi smábátaeiganda, Marine Stewardship Council, og Icelandic Sustainable Fisheries. Rory Crawford sem vinnur fyrir BirdLife International og RSPB Scotland tók þátt og Hólmfríður Arnardóttir og Erpur Snær Hansen fyrir hönd félagsins.