Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Íslensk og sænsk fuglaljósmyndun

16. maí @ 19:00 - 21:00

Ljósmynd: Niclas Ahberg. Trönur

Ljósmynd: Niclas Ahlberg.

Canon og Origo, í samstarfi við Fuglavernd, efna til spennandi viðburðar þann 16. maí n.k. þar sem Eyþór Ingi Jónsson og Niclas Ahlberg sýna ljósmyndir og fræða fólk um fuglaljósmyndun.

Eyþór Ingi mun fjalla um hvað ber að hafa í huga og hvað sé öðruvísi þegar verið er að taka ljósmyndir eða myndbönd af fuglum. Niclas deilir með okkur mörgum af sínum uppáhalds myndum og segir okkur sögurnar á bak við þær.

Fulltrúi frá Fuglavernd verður á staðnum og mun að sjálfsögðu taka við skráningum nýrra félaga. Fuglavernd vinnur að skráningu, upplýsingaöflun og verndun mikilvægra fuglasvæða á Íslandi, tegunda sem eru í útrýmingarhættu á Íslandi eða eiga erfitt uppdráttar. Jafnframt vinnur félagið að því að fræða almenning um fugla og búsvæði þeirra og að koma á fót friðlöndum.

Viðburðurinn fer fram í ráðstefnusal Origo, Borgartúni 37 og húsið opnar kl. 19:00 þar sem áhugasamir geta skoðað Canon EOS R myndavélar og RF linsur en myndasýningin hefst kl. 19.30.

Ókeypis er á viðburðurinn en nauðsynlegt er að skrá sig.

Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson

 

 

Sjá nánar um myndasýninguna  á heimasíðu Canon og Origo

Upplýsingar

Dagsetn:
16. maí
Tími
19:00 - 21:00
Viðburður Category: