Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

AFLÝST – Alþjóðlegi farfugladagurinn – að hausti – AFLÝST

10.10.2020 @ 10:00 - 11:00

Kría (Sternea Paradisa) ©Ljósmynd: Alex Máni

Kría (Sterna paradisaea).  ©Ljósmynd: Alex Máni

Vegna samkomutakmarkana við 20 manns sjáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa þessum fyrirhugaða viðburði. Vonandi tekst okkur að taka upp þráðinn. – Farið varlega.

Alþjóðlegi farfugladagurinn að hausti er þann 10. október. Af því tilefni efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.
Við hittumst á bílastæðinu við Gróttu og brottför þaðan verður kl. 10.00 laugardaginn 10. október.
Til leiðsagnar verður Trausti Gunnarsson, stjórnarmaður Fuglaverndar og leiðsögumaður.

Við hlítum öllum reglum um samkomutakmörk og reynt verður að framfylgja 1 metra reglunni eins og framast er unnt. Fyrir þá sem ekki treysta sér til þess, mælum við með notkun á andlitsgrímu sem hylur bæði nef og munn. Sjá leiðbeiningar á Covid.is

Þá mælumst við til þess að þátttakendur komi með eigin sjónauka.

Búsvæðið Bakkatjörn

Bakkatjörn var friðlýst árið 2000, sjá á Bakkatjörn á vef Umhverfisstofnunar.  Náttúrufræðistofa Kópavogs rannsakaði lífríki Bakkatjarnar 2008  og árið 2016 skrifaði Jóhann Óli Hilmarsson, fyrrverandi formaður Fuglaverndar verndaráætlun fugla og fuglasvæða á Seltjarnarnesi.

Bakkatjörn er orðin heimsþekkt vegna fjölbreytts fuglalífs og hversu mikið af sjaldséðum fuglum hafa stungið þar upp kollinum. Yfir 100 tegundir fugla hafa sést á og við tjörnina. Meðal annars hafa sést þar allar títutegundir (Calidris) sem fundist hafa hér á landi eða alls 17 (að rúkraga meðtöldum).

Fargestir eða umferðarfuglar á leið milli vetrarstöðva í Evrópu og varpstöðva á Grænlandi og íshafseyjum Kanada, nota Bakkatjörn talsvert. Meðal þessara fugla eru margæs, rauðbrystingur, sanderla og tildra, svo og fuglar sem jafnframt verpa hérlendis, en hluti stofnsins heldur áfram: sandlóa, lóuþræll og sendlingur. Margir vaðfuglar nota tjörnina sem flóðsetur: þeir baða sig þar, drekka og hvílast, þegar háflóð hindrar þá í að leita sér ætis í fjörum. Manngerður hólmi hefur aukið möguleika fyrir þessa fugla, sem og varp fugla eins og álftar, tjalds og æðar.

Það sem einkum stuðlar að þessari fuglamergð er gnótt ætis í tjörninni. Mikið er þar af vatnaflóm, augndílum og þyrildýrum og í samanburði við önnur vötn á Innnesjum, er þéttleikinn mjög mikill. Einnig er þar mikið af hornsílum. Gríðarleg frumframleiðsla er meðal svifþörunga og eru grænþörungar ríkjandi. Magn blaðgrænu er það hæsta, sem mælst hefur í ferskvatni hérlendis.

Fjölgun ferðamanna og hróður Bakkatjarnar sem fuglaskoðunarsvæðis, kallar á aukna fræðslu og eftirlit.

Stíga þarf afar varlega til jarðar á þessum viðkvæma stað.

Göngukort af Seltjarnarnesi með fuglamyndum.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Upplýsingar

Dagsetn:
10.10.2020
Tími
10:00 - 11:00
Viðburður Category:
Tök Viðburður:
, , ,

Skipuleggjandi

Fuglavernd
Phone
5620477
Netfang
fuglavernd@fuglavernd.is
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Bakkatjörn
Bakkatjörn
Seltjarnarnes, 107
+ Google Map