Í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur í Laugardal hefur Fuglavernd reglulega boðið upp á fuglaskoðun að vori.
Laugardaginn 18. maí bjóðum við upp á fuglaskoðun fyrir krakka í samstarfi við Reykjavík iðandi af lífi og Landvernd í aðdraganda Dýradagsins sem haldinn verður þann 22. maí.
Við hvetjum krakka til að koma og skoða fuglana í dalnum með okkur og það er velkomið að taka pabba og mömmu, afa og ömmu eða einhverja aðra fullorðna með.
Fuglum er gefið í Grasagarðinum svo þar er hægt að sjá margar fuglategundir, stórar sem smáar. Leiðsögumenn verða Björk Þorleifsdóttir og Snorri Sigurðsson.
Gott er að taka með sér kíki.
Viðburðurinn hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11 og þátttaka er ókeypis.